Bæjarstjórn

1331. fundur 13. janúar 2026 kl. 16:00 - 18:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergur Þorri Benjamínsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jóhanna Pálsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2512006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 433. fundur frá 05.12.2025

Fundargerð í 20 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum fundargerð byggingarfulltrúa

Önnur mál fundargerðir

2.2512024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 434. fundur frá 19.12.2025

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum fundargerð byggingarfulltrúa

Önnur mál fundargerðir

3.2512002F - Bæjarráð - 3239. fundur frá 11.12.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2512003F - Bæjarráð - 3240. fundur frá 18.12.2025

Fundargerð í 17 liðum.
  • 4.4 25121419 Sólarhvarf 2-10 og Stöðvarhvarf 25-29. Afturköllun lóðarúthlutana
    Frá umhverfissviði, dags. 15.12.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að afturkalla lóðarúthlutanir á lóðunum Sólarhvarfi 2-10 og Stöðvarhvarfi 25-29 og þær auglýstar aftur til úthlutunar. Niðurstaða Bæjarráð - 3240 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum afturköllun lóðanna Sólarhvarfs 2-10 og Stöðvarhvarfs 25-29.

Önnur mál fundargerðir

5.2512019F - Bæjarráð - 3241. fundur frá 08.01.2026

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2601001F - Forsætisnefnd - 248. fundur frá 08.01.2026

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2512013F - Innkaupanefnd - 11. fundur frá 15.12.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:03, fundi fram haldið kl. 18:37

Bókun:
"Undirrituð telja mikilvægt að bæjarstjórn hafi raunsanna mynd af fjárhagsramma verkefnisins í heild áður en lengra er haldið í innkaupaferlinu. Samkvæmt erindisbréfi innkaupanefndar er heimild nefndarinnar til ákvarðana um útboð bundin því að kostnaðaráætlun rúmist innan fjárhags- og fjárfestingaráætlunar, og að nefndin hafi ekki heimild til fullnaðarafgreiðslu umfram samþykktar fjárheimildir.

Fyrir liggur kostnaðaráætlun sem bendir til þess að heildarkostnaður verkefnisins sé umfram ramma þriggja ára áætlunar. Við slíkar aðstæður er eðlilegt, og í samræmi við bæjarmálasamþykkt, að bæjarráð taki málið til endanlegrar afgreiðslu, enda er bæjarráð réttur vettvangur útboðsmála og fjárútláta utan fjárhagsáætlunar.

Útboðslýsing kveður á um fjárheimild að upphæð 1.900 m.kr. (m. vsk.) fyrir hönnun og framkvæmd. Kostnaðaráætlun gerir þó, til viðbótar við hönnun og framkvæmd, ráð fyrir nauðsynlegum kostnaðarliðum utan verksamnings, einkum umsjón og eftirliti. Miðað við útboðsupphæð liggur ekki fyrir að nægt svigrúm sé innan fjárheimilda til að standa straum af þessum liðum.

Undirrituð telja ekki ábyrga fjármálastjórn að halda málinu áfram í innkaupaferlinu án skýrrar heildaryfirsýnar og staðfestingar á fjármögnun allra nauðsynlegra liða verkefnisins, áður en ferlið er fært á næsta stig."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Jóhanna Pálsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 2.200 milljónum króna á þriggja ára áætlun. Fjárheimildir til verksins í forvalsgögnum hljóða upp á 1.900 milljónir króna með vsk. eins og fram kemur í útboðslýsingu og rúmast því innan fjárheimilda. Eins og ítrekað hefur komið fram í bókunum meirihlutans er mikilvægt að blanda ekki saman kostnaði við framkvæmdir annars vegar og eftirlit, áhættu og ófyrirséðum kostnaði hinsvegar á þessu stigi málsins."

Björg Baldursdóttir
Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Bergur Þorri Benjamínsson


Bókun:
"Bæjarstjórn ber ábyrgð á að tryggja að heildarkostnaður verkefnisins rúmist innan fjárheimilda, þar með talið nauðsynlegir liðir utan verksamnings eins og umsjón og eftirlit, og að fyrir liggi með skýrum hætti hvernig þeim verður mætt innan ramma. Undirrituð ítreka að það er ekki „að blanda saman“ kostnaði að krefjast slíkrar heildaryfirsýnar heldur er það algjör forsenda fyrir eðlilega áhættustýringu í opinberum framkvæmdum."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Jóhanna Pálsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Við vísum til fyrri bókunar."

Björg Baldursdóttir
Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Bergur Þorri Benjamínsson

Önnur mál fundargerðir

8.2512005F - Leikskólanefnd - 175. fundur frá 09.12.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2511028F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 8. fundur frá 04.12.2025

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2512023F - Menntaráð - 154. fundur frá 06.01.2026

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2512007F - Skipulags- og umhverfisráð - 21. fundur frá 15.12.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2512012F - Velferðar- og mannréttindaráð - 12. fundur frá 08.12.2025

Lagt fram.
  • 12.4 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Lagður fram til afgreiðslu viðauki við samning um samræmda móttöku vegna ársins 2026. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 12 Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að ritað verði undir viðauka III við núgildandi samning um móttöku flóttafólks. Málinu vísað áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum viðauka III við núgildandi samning um móttöku flóttafólks.
  • 12.6 2204193 Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu
    Lögð fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu í formi heimastuðnings. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 12 Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir uppfærða gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum uppfærða gjaldskrá vegna stuðningsþjónustu.

Önnur mál fundargerðir

13.25121221 - Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 05.12.2025

Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 05.12.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.25121847 - Fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 12.12.2025

Önnur mál fundargerðir

15.25121099 - Fundargerð 619. fundar stjórnar SSH frá 01.12.2025

Fundargerð 619. fundar stjórnar SSH frá 01.12.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.25121817 - Fundargerð 620. fundar stjórnar SSH frá 10.12.2025

Fundargerð 620. fundar stjórnar SSH frá 10.12.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.25122147 - Fundargerð 142. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 28.11.2025

Fundargerð 142. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 28.11.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.25121412 - Fundargerð 275. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31.10.2025

Fundargerð 275. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31.10.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.25121413 - Fundargerð 276. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21.11.2025

Fundargerð 276. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21.11.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.25121815 - Fundargerð 433. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.12.2025

Fundargerð 433. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.12.2025.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

21.25121570 - Fundargerð 55. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.12.2025

Fundargerð 55. eigendafundar stjórnar Strætó frá 01.12.2025.
Lagt fram.

Kosningar

22.2206355 - Kosningar í skólanefnd MK

Kosning eins aðalfulltrúa og eins varafulltrúa í skólanefnd MK.
Björg Baldursdóttir er kosin aðalfulltrúi í stað Guðmundar B. Þorkelssonar.

Gunnar Sær Ragnarsson er kosinn varafulltrúi í stað Bjargar Baldursdóttur.

Kosningar

23.2206419 - Kosning í öldungaráð

Kosning eins aðalfulltrúa í öldungaráð.
Ragnar Guðmundsson kosinn aðalfulltrúi og formaður í stað Jóns Atla Kristjánssonar.

Fundi slitið - kl. 18:48.