Bæjarstjórn

1008. fundur 12. janúar 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001001 - Bæjarráð 7/1

2532. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.912017 - Félagsmálaráð 5/1

1275. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

3.910095 - Endurskoðun samþykktar félagsmálaráðs Kópavogs

Lögð fram til samþykktar breyting á samþykkt félagsmálaráðs sbr. lið 3 í fundargerð félagsmálaráðs 5/1.

Bæjarstjórn staðfestir breytingar á samþykktum félagsmálaráðs.

4.901074 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 5/1

243. fundur

Til máls tóku Ragnheiður K. Guðmundsdóttir um lið 5, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 5 og 6, Jón Júlíusson um lið 5, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir um lið 6, Ómar Stefánsson um liði 5 og 6, Ármann Kr. Ólafsson um liði 5 og 6, Hafsteinn Karlsson um liði 5 og 6, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 5 og 6, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 5 og 6 og Guðríður Arnardóttir um lið 6. Þá óskaði Ómar Stefánsson eftir því að bera af sér sakir. Því næst tóku til máls Hafsteinn Karlsson um lið 6, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 6, Ómar Stefánsson um lið 6, Margrét Björnsdóttir um liði 5 og 6, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir um lið 6, Guðríður Arnardóttir um lið 6 og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 6. Þá óskaði Guðríður Arnardóttir eftir því að bera af sér sakir.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.904002 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 17/12

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um liði 2 og 3. Þá tóku til máls Margrét Björnsdóttir um lið 3, Guðríður Arnardóttir um lið 2, Ómar Stefánsson um lið 2 og Margrét Björnsdóttir um lið 2.

 

Kl. 17.27 vék Ragnheiður K. Guðmundsdóttir af fundi og tók Jóhanna Thorsteinson sæti hennar.

 

Því næst tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson um lið 2, Margrét Björnsdóttir um lið 2, Guðríður Arnardóttir um lið 2, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 2 og Ármann Kr. Ólafsson um lið 2.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

6.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 16/12

301. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 14/12

268. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 17/12

129. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 24/9

104. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.