Bæjarstjórn

1023. fundur 12. október 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1010004 - Bæjarráð 7/10

2564. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson um liði 19, 27, 37, 38, 40 og 42 og lagði til að bæjarstjórn taki undir bókun bæjarráðs.  Þá tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson um lið 19, Ómar Stefánsson um liði 19 og 37, Guðríður Arnardóttir um liði 19, 37, 38 og 40, Hjálmar Hjálmarsson um liði 19, 21, 22, 8 og 16, Gunnar Ingi Birgisson um liði 19, 37, 28, 38, 52 og 57 og Hjálmar Hjálmarsson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir.  Þá tók til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 38, 27 og 7 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kvennafrídagur þann 25. október n.k.

Þann 24. október verða 35 ár liðin frá kvennafrídeginum 1975, en þá lögðu konur niður vinnu í einn dag. Ýmis samtök kvenna og launþegasamtök hvetja konur til að minnast þess dags með því að leggja niður vinnu frá kl. 14:25 þann 25. október næstkomandi og sækja baráttufund. En nýjustu tölur sýna að konur hafa 65,65% af heildar launatekjum karla og geta því lagt niður störf klukkan 14.25 þann 25. október með góðri samvisku.

Ég vil hvetja konur til þátttöku á kvennafrídegi.

Því beini ég þeim tilmælum til stjórnenda bæjarstofnana að taka tillit til þessa og skipuleggja daginn þannig að sem minnst rask hljótist af.

Einnig  hvet ég  karlmenn til að sækja börnin sín og þeim verði heimilað að koma með þau í vinnuna kl. 14 þennan dag. Eg minni á að grunnskólar Kópavogs eru í vetrarfrí þennan dag 25. október.

Guðrún Pálsdóttir"

 

 

Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson um lið 19, Guðríður Arnardóttir um lið 19 og 27 og Ármann Kr. Ólafsson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir.  Því næst tóku til máls Ómar Stefánsson um lið 27, Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 7 og 37, Gunnar Ingi Birgisson um liði 27 og 19 og Hjálmar Hjálmarsson, sem svaraði fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar með leyfi forseta. Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson og Ómar Stefánsson um stjórn fundarins. Þá tók til máls Pétur Ólafsson um fundargerðina í heild, Rannveig Ásgeirsdóttir um fundargerðina í heild og Guðný Dóra Gestsdóttir um fundargerðina í heild.

 

Forseti bar undir fundinn tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar um að bæjarstjórn taki undir bókun bæjarráðs undir lið 42 og var tillagan samþykkt einróma.

2.1007102 - Fífuhvammsvegur / Arnarnesvegur hringtorg.

Lagt er til að gengið verði til samninga við Arnarverk ehf., en ágreiningur var um málið í bæjarráði 7/10, sbr. lið 37 í fundargerð.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum gegn fimm.

3.1008008 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 16/8

326. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1010001 - Félagsmálaráð 5/10

1292. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.1009020 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 27/9

1. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1001150 - Heilbrigðiseftirlit 27/9

154. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1010002 - Íþrótta- og tómstundaráð 6/10

257. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1009021 - Jafnréttisnefnd 29/9

295. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1009023 - Leikskólanefnd 5/10

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1009011 - Lista- og menningarráð 27/9

364. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1009022 - Skólanefnd 4/10

18. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 27/9

66. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1001154 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 20/9

307. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 27/9

277. fundur

Til máls tóku Hafsteinn Karlsson, Ómar Stefánsson um Hafsteinn Karlsson.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

15.1001157 - Stjórn Strætó bs. 24/9

147. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 23/9

110. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1008017 - Umferðarnefnd 26/8

369. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1009009 - Umferðarnefnd 21/9

370. fundur

Til máls tóku um lið 19 Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Hafsteinn Karlsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðríður Arnardóttir, Margrét Björnsdóttir og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.1009014 - Umhverfisráð 27/9

494. fundur

Til máls tók Margrét Björnsdóttir um lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

20.1006243 - Kosningar í kjörstjórn 2010 - 2014

Kosning þriggja varamanna í kjörstjórn, sem frestað var í bæjarstjórn 28/6.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Ásdís Ólafsdóttir

Una Björg Einarsdóttir

 

Af B-lista:

Gísli Rúnar Gíslason

21.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2010 - 2014

Tilnefning varaáheyrnarfulltrúa í skipulagsnefnd.

Sigurjón Örn Þórsson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks.

22.1006245 - Kosningar í atvinnu- og upplýsinganefnd 2010 - 2014

Tilnefning varaáheyrnarfulltrúa í atvinnu- og upplýsinganefnd.

Kristján Matthíasson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks.

23.1006250 - Kosningar í íþrótta- og tómstundaráð 2010 - 2014

Tilnefning varaáheyrnarfulltrúa í ÍTK.

Sigurjón Jónsson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks.

24.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2010 - 2014

Tilnefning varaáheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks.

25.1006247 - Kosningar í lista- og menningarráð og stjórn Tónlistarsafns Íslands 2010 - 2014

Tilnefningar varaáheyrnarfulltrúa í lista- og menningarráð og stjórn Tónlistarsafns Íslands.

Helgi Þór Jónasson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks.

Einar Ólafsson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi VG.

Fundi slitið - kl. 18:00.