Bæjarstjórn

1066. fundur 13. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Elfur Logadóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1210021 - Bæjarráð, 25. október

2659. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um lið 47, Ómar Stefánsson um liði 5, 6, 8 - 21, 23, 24, 37 og 47, Elfur Logadóttir um liði 5, 6, 8 - 21, 23, 24 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég harma það hvernig fundargerðir eru ritaðar hjá Kópavogsbæ og skora á bæjaryfirvöld að endurhugsa ákvörðun sína um hvað er heimilt eða óheimilt í þeim efnum. Sú ákvörðun leiðir af sér þá smáborgaralegu pólitík sem bókanir meirihluta bæjarráðs við 18 mismunandi dagskrárliði fundargerðarinnar birta þar sem ráðist er að lýðræðislegum rétti bæjarfulltrúa til þess að beina málum í tiltekinn farveg. Svona gera menn ekki.

Elfur Logadóttir"

Þá fjallaði Elfur Logadóttir um liði 22, 27 og 47. Því næst tóku til máls Ómar Stefánsson um liði 5, 6, 8 - 21, 23, 24, 27 og 47, Hjálmar Hjálmarsson um liði 5, 6, 8 - 21, 23, 24, 27 og 47, Ómar Stefánsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir, og Pétur Ólafsson um lið 47.

Hlé var gert á fundi kl. 16:47.  Fundi var fram haldið kl. 16:48.

Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 5, 6, 8 - 21, 23, 24, 47 og 27, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 47, Karen Halldórsdóttir um stjórn fundarins, Elfur Logadóttir um liði 5, 6, 8 - 21, 23, 24, 27 og 47, Ármann Kr. Ólafsson,  bæjarstjóri, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Rannveig Ásgeirsdóttir um stjórn fundarins, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 22, Gunnar Ingi Birgisson um liði 47 og 32 og óskaði eftir talningu í öllum íþróttahúsum sem lagðar verði fram á næsta fundi bæjarstjórnar. Þá tóku Elfur Logadóttir til máls um stjórn fundarins, Karen Halldórsdóttir sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Ólafur Þór Gunnarsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 5, 6, 8 - 21, 23 og 24, Margrét Júlía Rafnsdóttir um stjórn fundarins, Pétur Ólafsson um stjórn fundarins, Gunnar Ingi Birgisson um lið 47, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 47, Margrét Júlía Rafnsdóttir sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Elfur Logadóttir um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um lið 47 og stjórn fundarins, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins. Þá lagði Elfur Logadóttir fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mótmæla harðlega þeim málflutningi sem bæjarfulltrúi Gunnar Ingi Birgisson viðhafði um fjarstaddan bæjarfulltrúa hér áðan.  Sá málflutningur sem hér var viðhafður er hvorki boðlegur né sæmandi nokkrum bæjarfulltrúa.
Við hvetjum forseta til þess að stöðva slíkan málflutning strax og hann dúkkar upp.
Pétur Ólafsson, Elfur Logadóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þekkingarskortur útskýrir það hásæti sem varabæjarfulltrúinn ákveður að setjast í þegar viðkomandi dæmir  fyrrnefndar bókanir með því að kalla þær ?smáborgaralega pólitík".  Ef fundargerð er lesin má sjá að 7 liðum er vísað til bæjarstjórnar án athugasemda og fékk aðeins ein af þeim efnislega umræðu (frá tveimur bæjarfulltrúum) 18 liðum var vísað til bæjarstjórnar með bókun og fékk engin þeirra efnislega umfjöllun í bæjarstjórn og segir allt sem segja þarf.

Ómar Stefánsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18:13.  Fundi var framhaldið kl. 18:25.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir fulltrúar Samfylkingarinnar harma þann málflutning sem bókun Ómars Stefánssonar ber með sér. Verið er að vega að heiðri varabæjarfulltrúa með niðrandi hætti með ásökunum um vanþekkingu þar sem engin er.

Pétur Ólafsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir að taka undir ofangreinda bókun.

Elfur Logadóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Gagnrýni undirritaðrar í bókun þeirri sem Ómar Stefánsson bregst við með þessum stóryrta hætti, sneri að vinnubrögðum bæjarráðs í heild sinni og hugsanlega starfsmanna ráðsins, þar á meðal framsetningu fundargerða.

Það er síðan afleiðing þessara vinnubragða sem birtist í bókunum við 18 mismunandi dagskrárliði, þegar skilaboðunum hefði auðveldlega verið komið áfran með bókunum við einn þeirra.

Vitandi að Ómar Stefánsson þarf alltaf að hafa síðasta orðið, vonast ég til þess að það sem hér á eftir kemur verði ekki þess eðlis að ég þurfi enn einu sinni að bregðast við.

Elfur Logadóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18:27.  Fundi var fram haldið kl. 18:39.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er mikill misskilningur að það sé verið að vega að heiðri varabæjarfulltrúa með því að ræða þekkingarskort á málefninu.  Hér er um málefni sem búið er að setja í nefnd sem einn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar  og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks hafa verið að vinna að.  Í ?18 liða bókunni" er einfaldlega  verið að vekja athygli á því.  Engin stóryrði felast í hásæti.  Ástæðulaust að gera mikið úr því.  Það er gott að vera í hásæti.

Ómar Stefánsson"

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1210427 - Kópavogsbraut 41, kaup á íbúð.

Framkvæmdaráð samþykkir kauptilboð í fasteignina Kópavogsbraut 41 og heimilar að framkvæmdir verði undirbúnar vegna breytinga á grundvelli afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með sex atkvæðum en fjórir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

3.1209394 - Bláa tunnan, tilboð vegna hráefni.

Framkvæmdaráð samþykkir að svo stöddu að ekki verði fallist á tilboðið og að fylgst verði með markaðnum. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs  með sjö atkvæðum en þrír sátu hjá við afgreiðslu málsins. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

4.1210040 - Hólmaþing 7, tillaga um lóðagjöld.

Framkvæmdaráð samþykkir að lóðagjöld í Þingum af einbýlishúsalóðum verði óbreytt miðað við núgildandi gjaldskrá um yfirtökugjöld og að lóðin verði auglýst á vef bæjarins og úthlutað með hefbundnum hætti. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs  með sex atkvæðum en fimm sátu hjá við afgreiðslu málsins.

5.1210423 - Austurkór 43,45,47,47a umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Sóltúni ehf., kt. 610808-0690, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 43, 45, 47 og 47A. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Sóltúni ehf., kt. 610808-0690, verði gefinn kostur á byggingarrétti á  lóðunum Austurkór 43, 45, 47 og 47A. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

6.1210424 - Austurkór 49, 51, 53. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð.

Framkvæmdarráð leggur til við bæjarráð að Sóltúni ehf., kt. 610808-0690, verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðunum Austurkór 49, 51 og 53. Framkvæmdaráð samþykkir að hefðbundin yfirtökugjöld verða á lóðunum Austurkór 49, 51 og 53. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Sóltúni ehf., kt. 610808-0690, verði gefinn kostur á byggingarrétti á  lóðunum Austurkór 49, 51 og 53, og að hefðbundin yfirtökugjöld verði á lóðunum Austurkór 49, 51 og 53. Samþykkt með níu atkvæðum en tveir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

7.1210362 - Hafraþing 1. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 1 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 1 vegna ófullnægjandi gagna með níu atkvæðum en tveir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

8.1210361 - Hafraþing 2. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 2 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 2 vegna ófullnægjandi gagna með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

9.1210360 - Hafraþing 3. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdarráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 3 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 3 vegna ófullnægjandi gagna. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.1210359 - Hafraþing 4. Umsókn Sóltúns ehf. um lóð

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 4 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar umsókn Sóltúns ehf. um lóðina Hafraþing 4 vegna ófullnægjandi gagna. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

11.1210317 - Almannakór 3. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur og Óskari Þór Ólafssyni verði úthlutað lóðinni Almannakór 3. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur, kt. 081073-4069 og Óskari Þór Ólafssyni, kt. 141076-3889 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 3. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

12.1210258 - Landsendi 27, umsókn um lóð undir hesthús.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Valdimar Grímssyni verði úthlutað lóðinni Landsendi 27. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Valdimar Grímssyni, kt. 051265-5489 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Landsendi 27. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

13.1210259 - Landsendi 29, umsókn um lóð undir hesthús

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að umsókn Kristjáns Gunnlaugssonar um lóðina Landsendi 29 verði hafnað vegna ófullnægjandi gagna. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar umsókn Kristjáns Gunnlaugssonar um lóðina Landsendi 29  vegna ófullnægjandi gagna með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

14.1208644 - Álmakór 1. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 1. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 1. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

15.1208643 - Álmakór 2. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 2. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 2. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

16.1208642 - Álmakór 3. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 3. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 3. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

17.1208641 - Álmakór 5. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að Tjarnarbrekku ehf. verði úthlutað lóðinni Álmakór 5. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000 verði gefinn kostur á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 5. Samþykkt með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

18.1210422 - Örvasalir 8, framsal lóðarréttinda

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að beiðni lóðarhafa að Örvasölum 8 um framsal lóðarréttinda til Sveins H. Herbertssonar verði samþykkt. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að beiðni lóðarhafa að Örvasölum 8 um framsal lóðarréttinda til Sveins H. Herbertssonar, kt. 070373-4839 með sex atkvæðum gegn fjórum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins..

19.1210420 - Hafnarbraut dælustöð

Framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdum við fráveitustöð við Hafnarbraut á fjárhagsáætlun 2013 og að veitt verði heimild til að bjóða út kaup á dælum í fráveitustöð við Hafnarbraut. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

20.1209016 - Digranesskóli. Færanleg kennslustofa.

Borist hafa tilboð í lausa kennslustofu sem staðsett er við Digranesskóla. Framkvæmdaráð samþykkir sölu færanlegrar kennslustofu við Digranesskóla á grundvelli fyrirliggjandi tilboða. Niðurstöður verði lagðar fyrir næsta fund framkvæmdaráðs. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með tíu atkvæðum en einn sat hjá við afgreiðslu málsins.

21.1201371 - Útboð vátrygginga sveitarfélagsins

Föstudaginn 12. október 2012 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í "vátryggingar á lögbundnum, samningsbundnum og frjálsum vátryggingum Kópavogsbæjar" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af ráðgjafafyrirtækinu Consello ehf. Við mat á tilboðum var gengið út frá tveimur þáttur, í fyrsta lagi tilboðsverði og í öðru lagi forvörnum.
Útboðið var opið og bárust tilboð: frá Sjóvá, Verði, TM, Vís. Tilboð Vís var lægst. Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda Vís (Vátryggingafélag Íslands ehf.) Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda Vís (Vátryggingafélag Íslands ehf.)  með ellefu atkvæðum.

22.1210024 - Bæjarráð, 1. nóvember

2660. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um liði 8, 9, 15 og 18, Gunnar Ingi Birgisson um liði 6, 9 og 15, Hjálmar Hjálmarsson um liði 9, 15 og 17, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 6, Ómar Stefánsson um liði 9, 14 og 18, og Hjálmar Hjálmarsson um lið 9.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

23.1211005 - Bæjarráð, 8. nóvember

2661. fundur

Hlé var gert á fundi kl. 19:51.  Fundi var fram haldið kl. 19:56.

Til máls tóku Elfur Logadóttir um liði 24 og 41, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 24 og 38 og lagði til að afgreiðslu málsins verði vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs. Þá tóku til máls Gunnar Ingi Birgisson um liði 18, 22, 29 og 35, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 5, 10, 18, 21 og 41, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 24, 18 og 22 og Hjálmar Hjálmarsson um lið 18.

24.1211066 - Kópavogstún 3,5,7 og 9. Beiðni um framsal lóða.

Lögð fram beiðni Jóhanns Árnasonar, f.h. Sunnuhlíðar, dags. 5. nóvember 2012 um heimild til framsals lóðarleiguréttinda að Kópavogstúni 3, 5, 7 og 9, til Jáverks ehf., ásamt beiðni um heimild til veðsetningar lóðanna til handa framsalshafa. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 5. nóvember 2012, um beiðni Sunnuhlíðar. Bæjarráð vísaði afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa afgreiðslu málsins til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

25.1210019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. október

60. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

26.1210022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 30. október

61. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

27.1211004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 6. nóvember

62. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

28.1210014 - Atvinnu- og þróunarráð, 17. október

7. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

29.1211003 - Atvinnu- og þróunarráð, 2. nóvember

8. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

30.1210020 - Barnaverndarnefnd, 25. október

19. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

31.1211002 - Félagsmálaráð, 6. nóvember

1340. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

32.1210012 - Forvarna- og frístundanefnd, 17. október

12. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

33.1210009 - Framkvæmdaráð, 24. október

40. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

34.1210017 - Hafnarstjórn, 25. október

85. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

35.1201279 - Heilbrigðisnefnd, 29. október

175. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

36.1210016 - Íþróttaráð, 18. október

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

37.1210010 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 17. október

15. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

38.1211001 - Leikskólanefnd, 6. nóvember

12. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

39.1210023 - Skólanefnd, 5. nóvember

50. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

40.1201281 - Skólanefnd MK, 23. október

21. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

41.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 26. október

800. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

42.1201285 - Stjórn SSH, 5. nóvember

383. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

43.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 19. október

114. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

44.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 29. október

307. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

45.1201288 - Stjórn Strætó bs., 5. október

174. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

46.1201288 - Stjórn Strætó bs., 26. október

175. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson, Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson og Gunnar Ingi Birgisson um liði 2, 3 og 4.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

47.1209016 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 18.október

26. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

48.1210497 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013-2016

1210497 - Fjárhagsáætlun 2013
Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013, og svo 2014-2016, sem samanstanda af rekstraráætlun, framkvæmdayfirliti, sjóðsstreymi og efnahagsreikningi fyrir A-hluta og samstæðu Kópavogsbæjar. Lagði bæjarstjóri til að tillögunni yrði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn. Þá lagði Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, fram eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir 2013:

I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að útsvar fyrir árið 2013 verði óbreytt, 14,48%.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2013 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,32 í 0,29% af fasteignamati.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði lækki úr 1,65 í 1,64% af fasteignamati.
3. Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
4. Hesthús lækki úr 0,625 í 0,59% af fasteignamati.
5. Sumarhús óbreytt, 0,625% af fasteignamati.

b) Vatnsskattur og holræsagjald
1. Vatnsskattur lækki og verði 0,12% af heildarfasteignamati í stað 0,135%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 34,55 (var 32,91) fyrir hvern m3 vatns.
2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt og nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 24.911 (var 23.725) og innheimtist með fasteignagjöldum.
c) Lóðarleiga
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 19,48 á fm. Í stað 17,71
2. Lækjarbotnar kr. 22,72 á fm í stað 20,65.
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 190,00 á fm í stað 214,97.

Gjalddagar fasteignagjalda 2013 verði átta, þann 15. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 30.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2013.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 15.02. 20131 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.630.000 krónur (var 2.500 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.630.000 krónur (var 3.450 þ).
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.630.001 - 3.030.000 krónur (var 2.880 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.630.001 - 4.090.000 krónur (var 3.890 þ).
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.030.001 - 3.270.000 krónur (var 3.110 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.090.001 - 4.440.000 krónur (var 4.230 þ).
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.270.001 - 3.460.000 krónur (var 3.290 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.440.001 - 4.710.000 krónur (var 4.480 þ).

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2012. Gjaldið skal vera kr. 21.000 á íbúð (var 23.300). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að gjald fyrir hreinsun taðþróa hesthúsa á hesthúsasvæði Gusts verði 735 kr. á hvern m² hesthúss (var 700). Gjaldið greiðist fyrirfram. Stjórn hestamannafélagsins Gusts tilkynnir Kópavogsbæ, í hvaða húsum ekki skuli hreinsa taðþrær. Tilkynningin skal berast Kópavogsbæ fyrir álagningu fasteignagjalda

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Elfur Logadóttir.

Kl. 22:20 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi.

Þá tóku til máls Rannveig Ásgeirsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Næstbesta flokksins:

"Fjárhagsáætlun Kópavogs var rædd í bæjarstjórn núna seint í kvöld. Það vekur helst athygli að á sama tíma og meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks talar um lækkun skatta eru þjónustugjöld á barnafjölskyldur aukin og sérkennsla skert, byrðarnar eru fluttar af eigendum stórra fasteigna yfir á fjölskyldur með ung börn.

Jafnframt eru kynntar fyrir bæjarbúum skatta- og gjaldalækkanir.  Slíkar fullyrðingar eru alrangar og má hrekja með eftirfarandi staðreyndum:

Vatnsskattur lækkar í prósentum úr 0,135 í 0,120 en um leið verður aukavatnsskattur hækkaður.

Gert er ráð fyrir lækkun fasteignaskatts úr 0,32% í 0,29%. En þar sem fasteignamat fyrir árið 2013 hækkar í Kópavogi um 8,3% samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands sýnir fjárhagsáætlun 107 milljóna króna tekjuaukningu í innheimtu fasteignaskatta. Verðbólguspá fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 4,1% verðbólgu, því ber þetta að sama brunni, verið er að framkvæma sýndarlækkanir en raunhækkanir.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur nú gengið þvert á fullyrðingar sínar um skattalækkanir í Kópavogi og hefðu þannig mátt spara stóru orðin.  Á sama tíma eru gjöld að hækka, framlög til grunn- og leikskóla  fylgja ekki verðlagsþróun og lækka því hlutfallslega.  Því er hér samhliða verið að skerða þjónustu við bæjarbúa og hækka álögur.

  

Ekkert samráð var haft við minnihlutann í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun ársins, í fyrsta sinn frá árinu 2008.  Jafnframt var ekki leitað samstarfs við stofnanir bæjarins, nefndir og ráð, slíkt ber merki um gamaldagspólitík og vart til fyrirmyndar.

Elfur Logadóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Pétur Ólafsson"

  

Hlé var gert á fundi kl. 23:00. Fundi var fram haldið kl. 23:24.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. Y-lista Kópavogsbúa, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

"Fasteignagjöld af íbúðar- og atvinnuhúsnæði, vatnsskattur og sorphirðugjöld lækka í Kópavogi í upphafi næsta árs.

Gert er ráð fyrir að skuldahlutfall Kópavogsbæjar, þ.e.a.s. skuldir sveitarfélagsins deilt með rekstrartekjum, lækki úr 244% niður í 206%. Samkvæmt lögum eiga sveitarfélög að vera búin að ná þessu hlutfalli niður fyrir 150% fyrir 1. janúar 2023. Ef fram heldur sem horfir nær Kópavogsbær þessu viðmiði í síðasta lagi árið 2018. En ef seldar eru lóðir fyrir 1 milljarð á ári næst þetta markmið á árinu 2016.

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar verður 126 milljónir króna á næsta ári samkvæmt áætluninni og veltufé frá rekstri 2.860 milljónir. Af framkvæmdum á árinu má nefna byggingu nýs 870 fermetra leikskóla í Austurkór, sem tekinn verður í notkun í ársbyrjun 2014. Kostnaður við byggingu leikskólans nemur tæpum 307 milljónum króna.

Markmiðum fjárhagsáætlunarinnar á að ná með þéttu aðhaldi í rekstri bæjarins án þess að beita niðurskurði. Þjónustugjöld eru látin fylgja verðlagi. Lögð er áhersla á að veita öfluga grunnþjónustu á öllum sviðum, svo sem í leikskólum, grunnskólum og félagsþjónustu. Niðurgreiðsla bæjarins til íþróttaiðkunar barna og unglinga hækkar um 12,5%.

Breyting gjalda:

Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,32% í 0,29% (um 9,4%)

Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,65% í 1,64% (um 0,6%)

Lóðarleiga á atvinnuhúsnæði lækkar úr 215 í 190 kr. á fermetra sem gerir rúmleg 9% lækkun.

Fasteignaskattur á hesthús lækkar úr 0,625% í 0,59% (um 5,6%)

Vatnsskattur lækkar úr 0,135% í 0,12% (um 11,1%)

Sorphirðugjald lækkar úr 23.300 kr. í 21.000 kr. (um 9,9%)

Allar fullyrðingar vinstri flokkanna eru rangar eins og sést á framangreindum staðreyndum. Þjónustugjöld hækka minna en vísitöluhækkun ársins sem þýðir raunlækkun á milli ára, þver öfugt við það sem áður var undir forystu Samfylkingarinnar. Þá koma skattalækkanir öllum íbúum til góða, þar með töldum barnafjölskyldum. Engin ósk kom frá Samfylkingunni um samráð við gerð fjárhagsáætlunar enda höfnuðu þau slíku samráði við gerð síðustu fjárhagsáætlunar eins og Sjálfstæðisflokknum var tilkynnt í fjölmiðlum.

Ómar Stefánsson, Karen Halldórsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Gunnar I Birgisson, Aðalsteinn Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2013 - 2016 til seinni umræðu einróma.

49.1003047 - Kosningar á fundi bæjarstjórnar

Haukur Guðmundsson kjörinn aðalmaður í félagsmálaráð í stað Helgu Guðrúnar Jónasdóttur.

50.1206613 - Úttekt á stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Lögð fram niðurstaða úttektar Capacent á stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Umræðu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:00.