Bæjarstjórn

1103. fundur 14. október 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur unnið að gerð nýs svæðisskipulags í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna dags. 24. ágúst 2012 og verkefnislýsingu sem afgreidd var frá nefndinni 24. maí 2013.
Á fundi sínum þann 22. ágúst 2014 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að auglýsa tillögu að nýju svæðisskipulagi ásamt umhverfisskýrslu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 7. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum áætlana nr. 105/2006. Nefndin óskar eftir því að aðildarsveitarfélögin staðfesti þá ákvörðun fyrir 13. október n.k.
Bæjarráð fullnaðarafgreiddi málið á fundi sínum þann 28. ágúst, í sumarleyfi bæjarstjórnar, og samþykkti að tillaga að nýju svæðisskipulagi yrði auglýst.
Á fundi bæjarstjórnar þann 9. september var málinu frestað.
Lagt fram.

2.1406239 - Kosningar í hafnarstjórn 2014

Kosning eins aðalmanns og varamanns hans í hafnarstjórn.
Erlendur Geirdal kosinn aðalmaður í hafnarstjórn í stað Steingríms Steingrímssonar. Tjörvi Dýrfjörð kosinn varamaður hans.

3.1406241 - Kosningar í íþróttaráð 2014

Kosning varamanns í íþróttaráð.
Gunnar Gylfason kosinn varamaður í íþróttaráð í stað Ólafs H. Ólafssonar.

4.1410169 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 14. október 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 2. og 9. október, byggingarfulltrúa frá 11. og 25. september og 2. október, félagsmálaráðs frá 22. september, forsætisnefndar frá 2. og 10. október, hafnarstjórnar frá 30. september, heilbrigðisnefndar frá 4. og 29. september, íþróttaráðs frá 2. október, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 17. september, skipulagsnefndar frá 22. september, skólanefndar frá 29. september, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. og 24. september, stjórnar Skíðasvæða hbsv., frá 7. apríl, 8. september og 1. október, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 19. september, stjórnar Strætó bs. frá 12. september og 3. október, og umhverfis- og samgöngunefndar frá 21. ágúst og 16. september.
Hlé var gert á fundi kl. 18:55. Fundi var fram haldið kl. 19:15.

Lagt fram.

5.1409017 - Bæjarráð, 2. október

2744. fundargerð í 50 liðum.
Lagt fram.

6.1409406 - Almannakór 7, endurúthlutun lóðar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 24. september, lóðarhafi óskar eftir heimild til að færa lóðarréttindi Almannakórs 7 til Silju Stefánsdóttur, kt. 030682-5059 og Péturs Más Gunnarssonar, kt. 060778-4699. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að færa lóðarréttindi Almannakórs 7 til Silju Stefánsdóttur, kt. 030682-5059 og Péturs Más Gunnarssonar, kt. 060778-4699. Tveir bæjarráðsfulltrúar greiddu ekki atkvæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir með níu atkvæðum að gefa Silju Stefánsdóttur, kt. 030682-5059 og Pétri Má Gunnarssyni, kt. 060778-4699, kost á byggingarrétti Almannakórs 7. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

7.1209381 - Þrúðsalir 14, umsókn um lóð, afturkölluð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. september, tillaga um að afturkalla úthlutun til S.G.smiðs ehf. á lóðinni Þrúðsölum 14. Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs og afturkallar byggingarrétt S.G. smiðs ehf. á lóðinni Þrúðsölum 14.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla byggingarrétt S.G. smiðs ehf. á lóðinni Þrúðsölum 14.

8.1210126 - Breiðahvarf 4/Funahvarf. Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.

Lagt fram erindi skipulagsstjóra þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja vinnu við aðgerðaráætlun í kjölfar nýs aðalskipulags. Í aðgerðaráætlun komi m.a. fram markmið aðalskipulagsins, nánari útfærsla leiða, forgangsröðun þeirra, tilgreina ábyrgðaraðila, og til að tryggja að fyrirliggjandi verkefni séu sett tímanlega á fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Aðgerðaráætlunin verður unnin þvert á deildir og svið bæjarins og stefnt að því að hún verði uppfærð árlega. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað til næsta fundar.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

10.1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag

Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2014 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags af vesturhluta Kársness. Nánar tiltekið mun deiliskipulagssvæðið ná til svæðisins umhverfis Kópavogshöfn og hluta athafnasvæðisins norðan og austan þess meðfram Vesturvör og norðan og vestan Kársnesbrautar. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað til næsta fundar.
Samþykkt. Skipulagsnefnd verði reglulega upplýst um framvindu verkefnisins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

11.1409252 - Bryggjuhverfi á Kársnesi. Færsla byggingarreita.

Lagt fram erindi Byggingarfélags Gylfa og Gunnars dags. 12.9.2014 varðandi færslu byggingarreita í Bryggjuhverfinu á Kársnesi. Í breytingunni felst að byggingarreitir húsa sem standa við grjótgarðinn færast 3m til suðurs sbr. uppdráttum dags. 5.9.2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var málinu frestað til næsta fundar.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkir því breytinguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

12.1410005 - Bæjarráð, 9. október

2745. fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

13.1409199 - Austurkór 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. október, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 12 frá Árna Kristni Gunnarssyni kt. 100480-4929 og Regínu Diljá Jónsdóttur kt. 200883-3739. Bæjarráð samþykkir að gefa Árna Kristni Gunnarssyni kt. 100480-4929 og Regínu Diljá Jónsdóttur kt. 200883-3739 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 12.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Árna Kristni Gunnarssyni, kt. 100480-4929 og Regínu Diljá Jónsdóttur, kt. 200883-3739 kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 12.

14.1409009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. september

128. fundargerð í 9 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

15.1409022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 25. september

129. fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

16.1410001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 2. október

130. fundargerð í 8 liðum,.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

17.1409013 - Félagsmálaráð, 22. september

1376. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

18.1410002 - Forsætisnefnd, 2. október

30. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

19.1410008 - Forsætisnefnd, 10. október

31. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

20.1409019 - Hafnarstjórn, 30. september

96. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

21.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 4. september

193. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

22.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 29. september

194. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

23.1409021 - Íþróttaráð, 2. október

40. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

24.1409011 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 17. september

28. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

25.1409012 - Skipulagsnefnd, 22. september

1245. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

26.1409018 - Skólanefnd, 29. september

75. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

27.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 12. september

818. fundargerð í 39 liðum.
Lagt fram.

28.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 24. september

819. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

29.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 7. apríl

337. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

30.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 8. september

338. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

31.1401108 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 1. október

339. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

32.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 19. september

136. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

33.1401118 - Stjórn Strætó bs., 12. september

200. fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

34.1401118 - Stjórn Strætó bs., 3. október

201. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

35.1408005 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 21. ágúst

53. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

36.1408013 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 16. september

54. fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.