Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja sólstofu, stækka kjallara og anddyri að Hvannhólma 4. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 4. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 2, 6, 8, 10, 12, 14 og Vallhólma 4, 6, 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.