Bæjarstjórn

1111. fundur 24. febrúar 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015, dags. 13. febrúar 2015.

211. fundur stjórnar Strætó bs. í 10. liðum.
Lagt fram.

2.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015, dags. 16. febrúar 2015.

212. fundur stjórnar Strætó bs. í 9. liðum.
Lagt fram.

3.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. 2015, dags. 6. janúar 2015.

54. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 6. liðum.
Lagt fram.

4.1502002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 9. febrúar 2015.

61. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

5.809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa

Lagðar fram til undirritunar siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ sem hafa fengið staðfestingu innanríkisráðuneytisins.
Lagt fram.

6.1502479 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar, 24. febrúar 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 12. og 19. febrúar, byggingarfulltrúa frá 6. og 12. febrúar, félagsmálaráðs frá 16. febrúar, forsætisnefndar frá 19. febrúar, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 11. febrúar, leikskólanefndar frá 12. febrúar, lista- og menningarráðs frá 12. febrúar, skipulagsnefndar frá 9. og 16. febrúar, stjórnar Sorpu bs. frá 6. febrúar, stjórnar Strætó bs. frá 13. og 16. febrúar, svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 6. janúar og umhverfis- og samgöngunefndar frá 9. febrúar.
Lagt fram.

7.1410350 - Lóðagjöld, endurskoðun.

Frá bæjarráði, dags. 29. janúar, tillögur sviðsstjóra umhverfissviðs að breytingum á verði byggingarréttar við úthlutun lóða. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum tillögu að breytingum á verði byggingarréttar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

8.1502008 - Bæjarráð, dags. 12. febrúar 2015.

2762. fundur bæjarráðs í 27. liðum.
Lagt fram.

9.1502316 - Vesturvör 38a - lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. febrúar, umsögn um erindi Hópbíla Kynnisferða ehf. að fá að skila lóðarréttindum. Lagt er til að heimila lóðarskil.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Vesturvör 38a verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

10.1502014 - Bæjarráð, dags. 19. febrúar 2015.

2763. fundur bæjarráðs í 34. liðum.
Lagt fram.

11.1412151 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 16.11.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 64. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 26, 28, 62, 66, 68, 70, 81, 103 og 105. Kynningu lauk 16.2.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

12.1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.

Lagt fram að nýju erindi Rúm Teiknistofu, dags. 31.9.2014, f.h. lóðarhafa. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var málinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu dags. 16.2.2015 ásamt samþykki íbúa við Álfhólsveg 113.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu dags. 16.2.2015 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

13.1502355 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ingunnar H. Hafstað, arkitekts, dags. 12.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Í breytingunni felst að gefið verði leyfir fyrir hesthúsi og gerði fyrir 4-6 hesta á norðvestur horni lóðarinnar. Tengja þarf reiðstíg við reiðleiðir í hverfinu og ber lóðarhafi allan kostnað af þeirri framkvæmd. Aðkoma inn á lóð verður frá norðri en eitt bílastæði verður á suðurhluta lóðar. Byggingarreitur fyrir íbúðarhús og hesthús breytist sbr. uppdrætti dags. 11.2.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindi til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

14.1412240 - Hlíðarvegur 29. Fyrirkomulag bílastæða.

Að lokinni kynningu er lagt fram erindi Jóhanns T. Steinssonar dags. 11.12.2014 vegna staðsetningu sorptunna og bílastæða á lóð. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 26, 28, 27, 29a, 30; Grænutungu 8; Hrauntungu 42. Kynningu lauk 4.2.2015. Athugasemd barst frá Sigurveigu Hjaltested Þórhallsdóttur og Baldvini Björgvinssyni, Hrauntungu 42 dags, 2.2.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

15.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytt tillaga að nýbyggingu við Hlíðarveg 57 dags. 15.1.2015. Samþykkt skipulagsnefndar var m.a. byggð á samráðsfundi sem haldinn var 15.1.2015. Í ljós hefur komið að boð á samráðsfund barst ekki öllum þeim er gerðu athugasemd við kynnta tillögu. Því er lagt til að málið verði tekið upp að nýju og skipulagsnefnd afturkalli fyrri samþykkt frá 19.1.2015 og boðað verði til nýs samráðsfundar.
Skipulagsnefnd samþykkti að afturkalla fyrri samþykkt sína frá 19.1.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og afturkallar sömuleiðis sína samþykkt frá 27.1.2015.

16.1410421 - Lundur 14-18. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Archus slf., f.h. lóðarafa um breytt deiliskipulag Lundar 14-18. Í breytingunni felst að byggingarreit hússins er snúið þannig að hann liggur samsíða götunni. Lóðamörk við Lund 3 breytast sbr. uppdráttum dags. 17.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lundar 20; Birkigrund 9, 9a, 11, 11a og 13. Kynningu lauk 22.1.2015. Athugasemd barst frá íbúum við Birkigrund 9a, 9b, 11, 11a og 13 dags. 21.1.2015.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.2.2105.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 16.2.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagnefndar með 11 atkvæðum.

17.1502006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 6. febrúar 2015.

143. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

18.1502011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 12. febrúar 2015.

144. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

19.1502012 - Félagsmálaráð, dags. 16. febrúar 2015.

1386. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Laun til stuðningsfjölskyldna hjá Kópavogsbæ eru ákvörðuð eftir því hvar barnið, sem viðkomandi stuðningsfjölskylda er með í umsjá, er flokkað í umönnunarflokka hjá Tryggingastofnun ríkisins. Að ákveða laun stuðningsfjölskyldna með þessum hætti telur undirritaður ekki vera viðeigandi. Vil leyfa mér að hvetja félagsmálaráð til að móta leiðir til að hafa sanngjarnari viðmið um laun þessara mikilvægu stuðningsaðila.
Sverrir Óskarsson"

20.1502019 - Forsætisnefnd, dags. 19. febrúar 2015.

40. fundur forsætisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

21.1502009 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 11. febrúar 2015.

34. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

22.1502007 - Leikskólanefnd, dags. 12. febrúar 2015.

55. fundur leikskólanefndar í 12. liðum.
Lagt fram.

23.1502010 - Lista- og menningarráð, dags. 12. febrúar 2015.

37. fundur lista- og menningarráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

24.1502004 - Skipulagsnefnd, dags. 9. febrúar 2015.

1253. fundur skipulagsnefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

25.1501018 - Skipulagsnefnd, dags. 16. febrúar 2015.

1254. fundur skipulagsnefndar í 20. liðum.
Lagt fram.

26.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu 2015, dags. 6. febrúar 2015.

346. fundur stjórnar Sorpu í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.