Bæjarstjórn

1083. fundur 08. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1310038 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 8. október 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 26. september og 3. október, atvinnu- og þróunarráðs frá 19. september, félagsmálaráðs frá 1. október, forsætisnefndar frá 3. október, forvarna- og frístundanefndar frá 26. september, íþróttaráðs frá 19. september, leikskólanefndar frá 1. október, skipulagsnefndar frá 24. september, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. maí, stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20. september, stjórnar Sorpu frá 23. september, svæðisskipulagsnefndar frá 27. september og umhverfis- og samgöngunefndar frá 22. ágúst og 23. september.

Hlé var gert á fundi kl. 17:44.  Fundi var fram haldið kl. 17:49.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Í forvarna- og frístundanefnd er verið að samþykkja tómstundastyrki vegna mismunandi frístundaúrræða. Undirrituð leggur til að tónlistarnám hvers konar verði styrkhæft með sama hætti, enda óeðlilegt að mismuna frístundatilboðum.

Guðríður Arnardóttir"

Óskað var eftir nafnakalli við afgreiðslu tillögunnar.

Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei,

Pétur Ólafsson sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði nei,

Aðalsteinn Jónsson sagði nei,

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta bæjarstjórnar:

"Samkvæmt upplýsingum sem unnar eru úr bókhaldsgögnum bæjarins þá er kostnaður bæjarins tæpar 93.000 kr. á iðkanda í íþróttum og tómstundum en tæpar 350.000 kr. á nemanda í tónlistarskóla. Þá er sá eðlismunur á að annars vegar er um að ræða nám sem er framfylgt samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla og því greiðir bærinn allan launakostnað. Hins vegar er um félagasamtök að ræða þar sem iðkendur greiða laun leiðbeinenda. Þetta skýrir þann mikla mun sem er á milli ólíkrar þjónustu.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Þá lagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, fram eftirfarandi bókun:

"Minni á að oddviti Samfylkingarinnar leiddi meirihlutann í 20 mánuði án þess að tillagan kæmi fram þá.

Ármann Kr. Ólafsson"

Ármann Kr. Ólafsson sagði nei,

Guðríður Arnardóttir sagði já,

Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Margrét Björnsdóttir sagði nei.

Tillagan var felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Hlé var gert á fundi kl. 18:01. Fundi var fram haldið kl. 18:03.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og VG:

"Kostnaður bæjarsjóðs vegna mismunandi frístundaúrræða er mismunandi. Hér er verið að mismuna börnum og skal á að það bent að hjá Reykjavíkurborg og í Hafnarfirði gildir einu hvaða tómstundir börn iðka, öll sitja þau við sama borð. Meirihlutinn ber  saman epli og appelsínur.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á það skal bent að formaður bæjarráðs sat í fyrri meirihluta og má lesa úr niðurstöðu atvkæðagreiðslunnar hvar hugur hennar stendur í þessu máli.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18:06. Fundi var fram haldið kl. 18:12.

Kl. 18:12 vék Pétur Ólafsson af fundi.

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúi Guðríður Arnardóttir fullyrðir hér í bókun um hug þeirrar sem hér stendur. Sannleikurinn er að í fyrri meirihluta var ítrekað sparnaðarkrafa á tónlistarskólana báða hér í bæ, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónsali. Þrátt fyrir að rætt hafi verið um ýmsar fleiri niðurgreiðslur hjá fyrri meirihluta þá gerðist ekkert í því, það er því greinilegt að kosningar eru í nánd.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

2.1304187 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi við Gnitaheiði 4 og 6, sem frestað var á fundum bæjarráðs þann 11. og 25. júlí sl., var lögð fram að nýju og samþykkt í bæjarráði þann 26. september.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sjö atkvæðum og samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Gnitaheiði 4 - 6. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

3.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.

Framkvæmdaráð ítrekar samþykkt frá fundi 12. júní sl. um að heimilað verði opið útboð verksins "Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.", sem frestað var á fundi bæjarráðs þann 13. júní. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs, sem vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn frestaði málinu á fundi sínum þann 24. september.

Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að heimilað verði opið útboð verksins "Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi". Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn samþykktinni og þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

4.1309014 - Bæjarráð, 26. september

2701. fundargerð í 27 liðum.

Lagt fram.

5.1307382 - Hafraþing 1-3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Hafraþing 1-3. Í breytingunni felst að byggt verði parhús á einni hæð í stað tveggja. Farið er út fyrir byggingarreit sem nemur 59,5m2 á Hafraþingi 1 en 21,5m2 á Hafraþingi 3. Heildarbyggingarmagn Hafraþings 1 verður 206m2 og Hafraþing 3 verður 178m2 sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 23.7.2013 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 ásamt Gulaþingi 4a, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 16. september 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með tíu samhljóða atkvæðum og samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 1 - 3.

6.1307349 - Nýbýlavegur 20. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju breytingartillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að húsið við Nýbýlavegi 20 stækkar um 157,4m2 til norðurs. Stækkunin verður 3,96m x 20m að grunnfleti og á tveimur hæðum sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 14.7.2013. Á fundi skipulagnefndar 23. júlí 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Nýbýlaveg 18 og 22. Kynningu lauk 29. ágúst 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með níu atkvæðum og samþykkir framlagða tillögu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Sótt er um að bæta við einni hæð með 2 íbúðum, alls 286,1m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,67 án kjallara en 0,97 með kjallara. Einnig er sótt um að hafa bílageymslur fyrir 8 bíla í kjallara og fækka bílastæðum á lóð úr 12 í 8. Heildarföldi bílastæða verður 16 eða 2 pr. íbúð sbr. uppdráttum dags. 17.9.2013 í mkv. 1:200.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum og samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi að Lundi 22. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði gegn tillögunni og þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

8.1210289 - Vallakór 2. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Kristinns Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa er varðar breytt deiliskipulag Vallakórs 2. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4-6 hæða íbúðarbyggingu auk kjallara og bílageymslu með 46 íbúðum auk einnar hæðar verslunarbyggingu á suðvesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var sótt um að í stað hennar komi 4 hæða íbúðabygging með 12 íbúðum auk kjallara, heildaríbúðafjöldi verður þá 58, s.br. uppdrætti dags. 5.6.2012 í mkv. 1:1000 og 1:2000. Erindinu var frestað og beindi skipulagsnefndar þeim tilmælum til lóðarhafa að umrædd bygging yrði lækkuð um tvær hæðir miðað við framlagða tillögu og að fjölgun íbúða á reitnum því 6 í stað 12.

Lögð fram ný tillaga þar sem sótt er um að verslunarhúsnæði á einni hæð verði breytt í íbúðarhús á tveimur hæðum auk kjallara með sex íbúðum sbr. uppdráttum dags. 11.9.2013 í mvk. 1:2000 og 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum og samþykkir breytt deiliskipulag við Vallakór 2. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

9.1309440 - Kópavogstún 10-12. Aukaíbúð.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga hafi ekki grenndaráhrif. Vakin er athygli á því að greiða þarf yfirtökugjöld í samræmi við fjölda íbúða. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með níu atkvæðum og samþykkir framlagða tillögu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.1309018 - Bæjarráð, 3. október

2702. fundargerð í 26 liðum.

Lagt fram.

11.1309011 - Atvinnu- og þróunarráð, 19. september

15. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

12.1309017 - Félagsmálaráð, 1. október

1358. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

13.1309015 - Forvarna- og frístundanefnd, 26. september

18. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

14.1309009 - Íþróttaráð, 19. september

28. fundur í 5 liðum.

Lagt fram.

15.1309016 - Leikskólanefnd, 1. október

41. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

16.1309006 - Skipulagsnefnd, 24. september

1230. fundargerð í 19 liðum.

Lagt fram.

17.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 31. maí

806. fundargerð í 35 liðum.

Lagt fram.

18.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 20. september

124. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

19.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 23. september

324. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

20.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv. (áður Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 27. september

37. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

21.1308011 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 22. ágúst

39. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

22.1308013 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 23. september

40. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson lagði til að lið 9, mál nr. 1309346, verði vísað að nýju til umhverfis- og samgöngunefndar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ómars Stefánssonar með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

23.1006244 - Kosningar í hafnarstjórn 2010 - 2014

Kosning aðalmanns og varamanns í hafnarstjórn.

Birgir Ari Hilmarsson kosinn aðalmaður í stað Jóhanns Stefánssonar.  Linda Jörundsdóttir kosin varamaður í stað Birgis Ara Hilmarssonar.

24.1103099 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2011

Kosning aðalmanns í barnaverndarnefnd.

Matthías Björnsson kosinn aðalmaður í barnaverndarnefnd í stað Benedikts Hallgrímssonar.

Fundi slitið - kl. 18:00.