Bæjarstjórn

1059. fundur 22. maí 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
 • Guðný Dóra Gestsdóttir varafulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1205008 - Bæjarráð 10/5

2641. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins og síðar um liði 8, 6 og 15, Gunnar Ingi Birgisson um liði 8 og 6, Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 14, 15 og 16, Hafsteinn Karlsson um liði 6, 14, 15, 16 og 26, Rannveig Ásgeirsdóttir um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Rannveig Ásgeirsdóttir um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Hafsteinn Karlsson um stjórn fundarins, Pétur Ólafsson um liði 8, 12 og 26 og Margrét Björnsdóttir um liði 14, 15 og 16.

 

Kl. 16.45 tók Ólafur Þór Gunnarsson sæti sitt á fundinum og vék Guðný Dóra Gestsdóttir af fundi.

 

Þá tóku til máls Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 14, 15 og 16, Karen Halldórsdóttir um lið 15, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 26 og Hjálmar Hjálmarsson um liði 6, 15 og 22.

2.1205106 - Engjaþing 3. Umsókn um lóð

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 2 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

3.1204251 - Akrakór 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 3 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

4.1204173 - Þrymsalir 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 4 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

5.1204032 - Þrymsalir 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 5 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

6.1203262 - Grassláttur 2012. Útboð.

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 6 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með átta samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi undir þessum lið.

7.1103078 - Malbik

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 7 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

8.1205133 - Áhaldahús. Verðkönnun.

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 8 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

9.1109276 - Suðurlandsvegur - Kópasel. Ósk um að hliðra til vegstæði

Mál sem vísað var til bæjarstjórnar, sbr. lið 18 í fundargerð bæjarráðs 10/5.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

10.1205010 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 15/5

44. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

11.1205012 - Atvinnu- og þróunarráð 16/5

1. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins og lagði til að fundargerðinni yrði vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins og Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins

 

Bæjarstjórn vísar fundargerðinni til bæjarráðs til afgreiðslu.

12.1205011 - Félagsmálaráð 15/5

1329. fundur

Til máls tóku Karen Halldórsdóttir um lið 1, Hjálmar Hjálmarsson um lið 4, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 4 og Hjálmar Hjálmarsson um lið 4.

 

Fundargerðin afgreidd án frekar umræðu.

13.1205006 - Framkvæmdaráð 9/5

30. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1205004 - Hafnarstjórn 7/5

82. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1201280 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 27/4

27. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1205009 - Skipulagsnefnd 16/5

1209. fundur

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt.

Hlé var gert á fundi kl. 17.52. Fundi var fram haldið kl. 17.53.

Til máls tók Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri, og gerði hann grein fyrir málum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar. Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um lið 5.

Hlé var gert á kl. 18.03. Fundi var fram haldið kl. 18.05.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

17.1112145 - Arakór 9, breytt deiliskipulag

Samþykkt með tilvísan í nýja tillögu ABS teiknistofu og ofangreinda umsögn Skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma og samþykkir erindið.

18.1204082 - Hólmaþing 16, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra að afmörkun lóðarinnar nr. 16 við Hólmaþing til austurs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða og samþykkir erindið með fyrirvara um greiðslu lóðagjalda í samræmi við stækkun lóðarinnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

19.1204083 - Kleifakór 1, framkvæmdir án leyfis.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma og hafnar erindinu.

20.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða lýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma og samþykkir erindið.

21.1204005 - Skólanefnd 7/5

42. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 9.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

22.1205007 - Skólanefnd 14/5

43. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um lið 2, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 2, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 2, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 2, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 2, Hjalmar Hjálmarsson um lið 2,

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir umræðu um lið 2.

 

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

23.1204094 - Úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags

Reglur Kópavogsbæjar um úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags, samþykktar í skólanefnd, sbr. lið 1 í fundargerð 14/5.

Bæjarstjórn samþykkir einróma breyttar reglur um úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags.

24.1201285 - Stjórn SSH 2/4

376. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 3, 5.a. og málefni Þríhnjúka og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri,  um liði 3, 5.a. og málefni Þríhnjúka.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

25.1201285 - Stjórn SSH 5/5

377. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

26.1204004 - Umhverfis- og samgöngunefnd 7/5

19. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

27.1205003 - Umhverfis- og samgöngunefnd 14/5

20. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um liði 4 og 6. Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls um stjórn fundarins. Því næst tóku til máls Margrét Júlía Rafnsdótti um liði 1, 4 og 6, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins.

 

Hlé var gert á fundi kl. 18.58. Fundi var fram haldið kl. 18.59.

 

Hjálmar Hjálmarsson tók til máls um stjórn fundarins.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

28.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að unnið verði samkvæmt gildandi samningi og að lokið verði við frágang svæða 1, 2 og 3 eigi síðar en 31. júlí 2012. Haft verði samráð við umhverfissvið Kópavogsbæjar við allar aðgerðir, vinnslu á svæðinu og frágang. Frekari efnistaka verði ekki á svæðinu fyrr en frágangi svæða 1, 2 og 3 er lokið.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar einróma.

29.1203372 - Breyting á bílum Kópavogs í metanbíla - Tillaga frá fulltrúa Framsóknarflokks

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að einni bifreið bæjarins verði breytt í metan bifreið til prufu og reynslan metin á ársgrundvelli.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar einróma.

Fundi slitið - kl. 18:00.