Barnaverndarnefnd

74. fundur 08. desember 2017 kl. 12:00 - 13:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Kolbrún Þorkelsdóttir aðalmaður
  • Bragi Mikaelsson aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Signý Þórðardóttir aðalmaður
  • Magnús M Norðdahl aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
  • Anna Eygló Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Lögfræðingur
Dagskrá

Önnur mál

1.1711642 - Fjölmiðlaumræða um barnavernd og Barnaverndarstofu

Þann 8. nóvember sl. var lögfræðingur Barnaverndarstofu í viðtali í Kastljósi um stöðu barnaverndar hér á landi. Í viðtalinu hafði lögfræðingurinn ummæli sem Barnaverndarnefnd Kópavogs vill gera alvarlegar athugasemdir við. Þar lýsti lögfræðingurinn yfir miklum áhyggjum af stöðu barnaverndarmála í héraði. Af þessu tilefni vill Barnaverndarnefnd Kópavogs leggja þunga áherslu á að nefndin hefur yfir að ráða velmenntuðu og hæfu starfsfólki sem sinnir starfi sínu af fagmennsku og alúð. Þá hefur verið aukið jafnt og þétt við stöðugildi í deildinni sem eru nú 13 talsins. Auk félagsráðgjafa starfa við deildina tveir sálfræðingar sem veita börnum og foreldrum meðferð. Að auki rekur nefndin Áttuna sem er stuðningsúrræði sem veitt er inni á heimilum barna. Þá rekur Barnaverndarnefnd Kópavogs vistheimili og hefur í mörg ár verið með sólarhrings bakvakt í barnavernd.

Á undanförnum árum hefur Barnaverndarnefnd Kópavogs haft að meðaltali málefni 480 barna til vinnslu. Sé litið til kvartana sem berast Barnaverndarstofu vegna starfsemi Barnaverndarnefndar Kópavogs, þá munu þær að jafnaði vera 3-4 á ársgrundvelli. Barnaverndarstofa hefur eðlilega gert athugasemdir við það sem betur má fara við vinnslu mála. Slíkar athugasemdir eru ávallt lagðar fyrir barnaverndarnefndina til kynningar og þær teknar til greina.

Barnaverndarnefnd Kópavogs vill að skýrt komi fram að engin ástæða er til þess að óttast eftirlitshlutverk Barnaverndarstofu. Engu að síður er það álit Barnaverndarnefndar Kópavogs, að þó að Barnaverndarstofa hafi sinnt þessu hlutverki sínu vel, þá sé það andstætt góðri stjórnsýslu að Barnaverndarstofa gegni tvíþættu hlutverki; annars vegar leiðbeinandi hlutverki fyrir barnaverndarstarf í landinu og rekstri úrræða og hins vegar eftirliti með starfi barnaverndarnefnda.

Að lokum vill Barnaverndarnefnd Kópavogs taka fram að það er álit hennar að Barnaverndarstofa hafi staðið vel að leiðbeiningum og fræðslu. Það breytir þó ekki því að það er afar erfitt og ósanngjarnt fyrir starfsfólk í barnavernd að sitja undir neikvæðum ummælum í fjölmiðlum um vinnubrögð þeirra eins og fulltrúar Barnaverndarstofu höfðu í frammi nýlega. Þessi ummæli geta að mati nefndarinnar dregið úr trausti til Barnaverndarstofu og skaðað barnaverndarstarf í landinu.

Fundi slitið - kl. 13:30.