Barnaverndarnefnd

75. fundur 01. febrúar 2018 kl. 12:00 - 13:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Kolbrún Þorkelsdóttir aðalmaður
  • Bragi Mikaelsson aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Signý Þórðardóttir aðalmaður
  • Magnús M Norðdahl aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Eygló Karlsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Aðalsteinn Sigfússon Félagsmálastjóri
Dagskrá

Barnaverndarmál

1.1505470 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók.

Barnaverndarmál

2.1510509 - Barnaverndarmál

Foreldrar óska eftir því að fært sé til bókar að þau gagnrýni það úrræðaleysi sem sé til staðar fyrir börn í stöðu X. Þau er ósátt við Lækjarbakka sem vistunarstað, öll fagleg umgjörð sé óásættanleg og öryggi X sé ekki tryggt þar. Hann fái að þeirra mati enga meðferð eða aðstoð, þetta sé bara geymsla. Þarna séu börn í neyslu og hafa börn verið flutt þaðan í sjúkrabíl nær dauða en lífi. Þau úrræði sem Barnaverndarstofa reki ná hreinlega ekki utan um vanda barna í erfiðri stöðu og þau ásamt starfsmönnum nefndarinnar hafi tjáð Barnaverndarstofu þessar áhyggjur sínar. Þau eru einnig mjög ósátt við að hann fái ekki heilbrigðisþjónustu sem þau telji að hann eiga rétt á en BUGL vísar honum frá sér.
Við verðum alltaf að reyna að hjálpa börnum þessa lands og sá úrræðaskortur og vandamál sem Barnaverndarstofa býr til er ekki til þess að auðvelda líf þessara barna.

Barnaverndarmál

3.1505573 - Barnaverndarmál. Dómsmál

Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 13:30.