Byggingarnefnd

1310. fundur 17. nóvember 2009 kl. 08:00 - 10:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá
Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti, á fundi sínum, 27. október 2009, fundargerð byggingarnefndar nr. 1309 frá 20. október 2009.

1.911021 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 11

Fylgiskjal nr. 11/2009 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.

2.911440 - Austurkór 163, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Austurkór 163
Hörður S. Bjarnason, Brekkusel 16, Reykjavík, sækir um leyfi til byggja parhús að Austurkór 163.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

3.911441 - Austurkór 165, umsókn um byggingarleyfi.

2.
Austurkór 165
Bjarni H. Halldórsson og Guðný K. Harðardóttir, Gnípuheiði 2, Kópavogi sækir um leyfi til byggja parhús að Austurkór 165.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

4.908003 - Digranesheiði 39, umsókn um byggingarleyfi.

3.
Digranesheiði 39
Pétur Már Ólafsson, Digranesheiði 39, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Digranesheiði 39.
Teikn. Einar V. Tryggvason.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Samþykkt, þar sem teikningar eru í samræmi við byggingar- og skipulagslög nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki afgreiðslu byggingarnefndar.

5.907024 - Hlégerði 19, umsókn um byggingarleyfi.

4.
Hlégerði 19
Margrét G. Flovenz og Tryggvi Stefánsson, Hlégerði 19, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Hlégerði 19.
Teikn. Hjördís Sigurgísladóttir.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

6.907125 - Nýbýlavegur 22, umsókn um byggingarleyfi.

5.
Nýbýlavegur 22
Barki ehf., Nýbýlavegur 22, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Nýbýlavegi 22.
Teikn. Sigurður P. Kristjánssonar.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

7.812149 - Skjólbraut 18, umsókn um bygginarleyfi.

6.
Skjólbraut 18
Árni Björn Jónasson, Skjólbraut 18, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja bílskúr með kjallara að Skjólbraut 18.
Teikn. Jakob Líndal.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

8.909052 - Sunnubraut 34, umsókn um byggingarleyfi.

7.
Sunnubraut 34
Aldís Haraldsdóttir, Sunnubraut 34, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Sunnubraut 34.
Teikn. Guðjón Þórisson.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

9.907054 - Þinghólsbraut 12, umsókn um byggingarleyfi.

8.
Þinghólsbraut 12
Oddgeir S. Sæmundsson og Elín Harðardóttir, Þinhólsbraut 12, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Þinghólsbraut 12.
Teikn. Sigurður P. Kristjánssonar.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Samþykkt, þar sem teikningar eru í samræmi við byggingar- og skipulagslög nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki afgreiðslu byggingarnefndar.

10.903052 - Aflakór 10, umsókn um byggingarleyfi.

Aflakór 10
Lóðarhafi hefur ekki lagt fram greinargerð um framhald framkvæmda á lóðinni sem byggingarnefnd óskaði eftir 20. október s.l.

Byggingarnefnd gefur viðbótarfrest til 11. desember 2009 til að skila óskaðri greinargerð.

11.907039 - Fagraþing 1, umsókn um byggingarleyfi.

Fagraþing 1
Lóðarhafi hefur ekki lagt fram greinargerð um framhald framkvæmda á lóðinni sem byggingarnefnd óskaði eftir 20. október s.l.

Byggingarnefnd gefur viðbótarfrest til 11. desember 2009 til að skila óskaðri greinargerð.

12.705025 - Fagraþing 5. Óskað eftir framkvæmdaáætlun.

Fagraþing 5
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. september 2009 varðandi stöðu byggingarframkvæmda á lóðinni.
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 16. október 2009.
Lóðarhafi nýtti sér ekki andmælarétt sem honum var gefinn á fundi byggingarnefndar 20. október sl.

Nefndin felur byggingarfulltrúa að ræða við lóðarhafa um framgang málsins.

13.906003 - Gnitakór 7, varðandi byggingarframkvæmdir.

Gnitakór 7
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. september 2009 varðandi stöðu byggingarframkvæmda á lóðinni.
Lagður fram tölvupóstur lóðarhafa dags. 14. september 2009 um framgang framkvæmda.
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 16. október 2009.
Á síðasta fundi var nefndin með til skoðunar að samþykkja dagsektir þar til úr ástandi hússins hefur verið bætt.
Það er búið að loka húsinu og hreinsa alla byggingarafganga af lóðinni. Nýr eigandi hefur tekið húsið yfir.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við nýja eigendur hússins um framgang málsins.

14.708053 - Kópavogsbakki 11. Kæra til úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála vegna breytinga á deiliskipul

Kópavogsbakki 11
Á fundi bæjarráðs 22. október sl. var afgreiðslu byggingarnefndar frá 20. október sl. frestað og óskað eftir umsögn bæjarlögmanns.

15.805164 - Langabrekka 37. Beiðni um að gefið verði út lóðarblað

Langabrekka 37
Lagt fram bréf frá eigendum Löngubrekku 37 dags. 28. október sl. sem varðar steinvegg sem er á mörkum lóða milli Löngubrekku 35 og 37.

Byggingarnefnd óskar umsagnar lögmanns skipulags- og umhverfissviðs um erindið.

16.810233 - Vatnsendablettur 206. Stækkun lóðar - fjarlæging húss

Vatnsendablettur 206
Lagt fram erindi skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs dags 16. nóvember 2009 varðandi húsið að Vatnsendabletti 206.

Lagt er til að lóðarleiguhafa verði tilkynnt að nefndin hafi í hyggju að krefjast þess að sumarhúsið verði fjarlægt án frekari dráttar, að viðlögðum dagsektum með vísan til 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og að lóðarleiguhafa verði gefinn kostur á að koma fram með andmæli innan tiltekins frests, sem er hæfilega áætlaður 2-3 vikur.

17.911443 - Vesturvör 13, umsókn um byggingarleyfi.

Vesturvör 13
Lóðarhafi nýtti sér ekki andmælarétt sem honum var gefinn á fundi byggingarnefndar 20. október sl.
Á fundi sínum 20. október sl. lagði byggingarnefnd fyrir lóðarhafa að loka húsinu tryggilega fyrir 1. desember 2009 og ganga þannig frá vinnupöllum og stoðveggjum að ekki stafi hætta af og í samræmi við tillögur í greinargerð byggingarfulltrúa dags. 16. október 2009.
Lóðarhafi hefur lokað húsinu samkvæmt tilmælum byggingarnefndar.

Á síðasta fundi 20. október s.l. var nefndin með til skoðunar að samþykkja dagsektir þar til úr ástandi hússins hefur verið bætt og Lóðarhafi nýtti sér ekki andmælarétt sem honum var gefinn.

 

Byggingarnefnd gefur viðbótarfrest til 11. desember 2009 til að skila óskaðri greinargerð.

Fundi slitið - kl. 10:00.