Byggingarnefnd

1317. fundur 20. júlí 2010 kl. 08:00 - 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1007013 - Dimmuhvarf 11a, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Dimmuhvarf 11a
Kristján Andrésson og Kristín R. Sigurgísladóttir, Dimmhvarfi 11a, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Dimmuhvarfi 11a.
Teikn. Svavar M. Sigurjónsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

2.1007101 - Markavegur 1, umsókn um byggingarleyfi.

2.
Markavegur 1
Gunnar Már Zóphaníasson, Heiðarás 2, Reykjavík og Svava Jóhanna Pétursdóttir, Hlynsalir 5, Kópavogi, sækja um leyfi til að byggja hesthús að Markavegi 1.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

3.705025 - Fagraþing 5. Óskað eftir framkvæmdaáætlun.

1.
Fagraþing 5
Lagt fram bréf og verkáætlun Kára Stefánssonar og Sigurfinns Sigurjónsson byggingarstjóra fyrir Fagraþing 5. Áætluð verklok 11. nóvember 2010, jafnframt fer hann fram á niðurfellingu dagsekta standist þessi áætlun.

Byggingarnefnd samþykkir verkáætlun. Vísað til Bæjarstjórnar til frekari ákvörðunar.

4.1007006 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 6

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 6/2010 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.

5.1007004 - Bæjarráð - 2556

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu liða 10 og 11. Bæjarráð staðfestir fundargerðina að öðru leyti, á fundi sínum, 8. júlí 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1316 frá 29. júní 2010.

Fundi slitið - kl. 09:00.