Byggingarnefnd

1315. fundur 25. maí 2010 kl. 16:00 - 17:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1002156 - Aspargrund 9, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Aspargrund 9
Lagður fram úrskurðir Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. september 2009 þar sem höfnun byggingarnefndar á þegar byggðum garðskúr á lóðinni að Aspargrund 9 er felld úr gildi.
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 20. apríl 2010.
Byggingarnefnd vísaði til skipulagsnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu með tilvísun í 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí s.l. var málinu vísað til úrvinnslu byggingarfulltrúa.
Teikn. Sigurður Einarsson

Frestað, Byggingarnefnd felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að skrifa eiganda bréf og gefa nefndinni umsögn fyrir næsta fund.

2.1005182 - Álfhólsvegur 12, Digranesskóli vesturálma, niðurrif.

3.
Álfhólsvegur 102
Kópavogsbær sækir um leyfi til að fjarlægja lausar kennslustofur af lóðinni að Álfhólsvegi 102, Digranesskóla.

Samþykkt.

3.1005183 - Álhólsvegur 102, Digranesskóla kennslustofur, niðurrif.

3.
Álfhólsvegur 102
Kópavogsbær sækir um leyfi til að fjarlægja lausar kennslustofur af lóðinni að Álfhólsvegi 102, Digranesskóla.

Samþykkt.

4.1005045 - Hamraendi 9, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Hamraendi 9-11
Ég og Jói ehf., Glæsibæ 5, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hamraenda 9-11.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

5.1005046 - Hamraendi 11, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Hamraendi 9-11
Ég og Jói ehf., Glæsibæ 5, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hamraenda 9-11.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

6.1004280 - Hálsaþing 14, umsókn um byggingarleyfi.

2.
Hálsaþing 14
Sölvi Þór Sævarsson, Logafold 25, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja parhús að Hálsaþingi 14.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

7.1004279 - Hálsaþing 16, umsókn um byggingarleyfi.

3.
Hálsaþing 16
Árni Jóhannes Valsson, Örvasalir 6, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja parhús að Hálsaþingi 16.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

8.1002048 - Kastalagerði 8, umsókn um byggingarleyfi.

7.
Kastalagerði 8
Hörður V. Jóhannsson, Kópavogstún 6, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja viðbyggingu að Kastalagerði 8.
Teikn. Hallur Kristvinsson.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og það bárust engar athugasemdir.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

9.1005172 - Landsendi 1, umsókn um byggingarleyfi.

5.
Landsendi 1
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Fjallalind 145, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Landsenda 1.
Teikn. Sveinn Ívarsson

Samþykkt, þar sem teikningar eru í samræmi við byggingar- og skipulagslög nr. 73/1997, með síðari breytingum. Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki afgreiðslu byggingarnefndar.

10.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Langabrekka 5
Kristján Kristjánsson Löngubrekku 5 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og stoðvegg sunnan við bílskúrinn að Löngubrekku 5.
Teikn. Vilhjálmur Þorláksson

Samþykkt, þar sem teikningar eru í samræmi við byggingar- og skipulagslög nr. 73/1997, með síðari breytingum. Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki afgreiðslu byggingarnefndar.

11.1005109 - Laufbrekka 13, umsókn um byggingarleyfi.

Laufbrekka 13
Grettir Einarsson og Ásdís Árnadóttir, Miðsölum 6, Kópavogi, sækir um leyfi til að breyta einbýli í tvíbýli og bílskúr að Laufbrekka 13.
Teikn. Gunnar S. Óskarsson

Vísað til skipulagsnefndar með tilvísun í 43 gr. skipulags- og byggingarlaga.

12.1002009 - Lyngbrekka 3, umsókn um byggingarleyfi.

Lyngbrekka 3
Herdís Elín Jónsdóttir og Hilmar Kristjánsson, Lyngbrekka 3, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja viðbyggingu að Lyngbrekku 3.
Teikn. Bjarni Snæbjörnsson

13.1005187 - Sunnubraut 46, umsókn um byggingarleyfi.

11.
Sunnubraut 46
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir og Bára Kristín Kristinsdóttir Sunnubraut 46 sækja um leyfi til að byggja bílskúr að Sunnubraut 46.
Teikn. Hallur Kristinsson.

Vísað til skipulagsnefndar með tilvísun í 43 gr. skipulags- og byggingarlaga.

14.901156 - Dalaþing 4, umsókn um byggingarleyfi.

Dalaþing 4
Á fundi byggingarnefnd 16. febrúar sl. var óskað eftir greinargerð eiganda að Dalaþingi 4 um hvenær hann hyggist hefja og ljúka breytingum á þaki hússins í samræmi við samþykkt byggingarleyfi frá 8. janúar 2009.
Gefinn var frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010 og var hann framlendur til 12. apríl sl. þar sem eigendaskipti hafa orðið á eigninni.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist.
Byggingarnefnd felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að skrifa eiganda bréf og gefa nefndinni umsögn fyrir næsta fund.
Á fundi Byggingarnefndar 20. apríl 2010 hefur í hyggju að leggja til við bæjarstjórn að leggja á dagsektir ef ekki hefur borist aðgerðaráætlun fyrir 25. maí 2010.

Frestað

15.1004022 - Bæjarstjórn - 1015

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti, á fundi sínum, 27. apríl 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1314 frá 16. apríl 2010

16.1005015 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 4

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 4/2010 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum

Fundi slitið - kl. 17:00.