Byggingarnefnd

1313. fundur 16. mars 2010 kl. 08:00 - 09:45 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1002207 - Grundarhvarf 17, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Grundarhvarf 17
María Dröfn Steingrímsdóttir, Grundarhvarf 17, Kópavogi, sækir um leyfi til breyta vinnustofu í íbúð að Grundarhvarfi 17.
Teikn. Kjartan Sigurðarson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

2.907189 - Kópavogsbakki 4, umsókn um byggingarleyfi.

2.
Kópavogsbakki 4
Emil Þór Guðmundsson, Lækjasmári 98, Kópavogi, sækir um leyfi til að breyta hæðarlegu lóðar að Kópavogsbakka 4.
Teikn. Emil Þór Guðmundsson.

Frestað

3.912003 - Kópavogsbraut 20, umsókn um byggingarleyfi.

3.
Kópavogsbraut 20
Jóhann Samúelsson, Kópavogsbraut 20, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja viðbyggingu að Kópavogsbraut 20.
Teikn. Karl Erik Rocksen.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

4.911506 - Kópavogsbraut 57, umsókn um byggingarleyfi.

4.
Kópavogsbraut 57
Baldvin Leifsson, Kópavogsbraut 57, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja viðbyggingu að Kópavogsbraut 57.
Teikn. Ellert Már Jónsson.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

5.1002206 - Landsendi 11-13, umsókn um byggingarleyfi.

5.
Landsendi 11-13
Aubert Högnason, Hlíðarhjalla 7, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja hesthús að Landsenda 11-13.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

6.912323 - Litlavör 11, umsókn um byggingarleyfi.

6.
Litlavör 11
Jón Hjalti Ásmundsson og Ingunn Jónsdóttir, Litlavör 11, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja viðbyggingu að Litlavör 11.
Teikn. Jón Hrafn Hlöðversson.
Umsókn um byggingarleyfi hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

7.903118 - Vatnsendablettur 39, umsókn um byggingarleyfi

7.
Vatnsendablettur 39
Egill Ásgrímsson, Vatnsendablettur 39, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja geymslu að Vatnsendablett 39.
Teikn. Guðmundur Gunnarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

8.1002085 - Þorrasalir 1-3, umsókn um byggingarleyfi.

8.
Þorrasalir 1-3
Leigugarðar, Stórhöfði 33, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja fjölbýlishús að Þorrasölum 1-3.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

9.901156 - Dalaþing 4, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Dalaþing 4
Á síðasta fundi byggingarnefnd var óskað eftir greinargerð eiganda að Dalaþingi 4 um hvenær hann hyggist hefja og ljúka breytingum á þaki hússins í samræmi við samþykkt byggingarleyfi frá 8. janúar 2009.
Gefinn er frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist.

Frestur til að skila greinargerð er framlengdur til 12. apríl 2010, þar sem eigendaskipti hafa orðið á eigninni.

10.907190 - Kópavogsbakki 6, umsókn um byggingarleyfi.

Kópavogsbakki 4 og 6
Lagt fram bréf eigenda að Kópavogsbakka 6 dags. 2. febrúar s.l. með tilvísun í samþykkt byggingarnefndar 15. desember 2009 varðandi hæðarlegu lóðanna milli Kóðavogsbakka 4 og 6.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. febrúar 2010 varðandi málið.
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 1. mars 2010 þar sem allar ákvarðanir byggingarnefndar í málinu eru felldar úr gildi.

Frestað

11.911159 - Skógarlind 1, umsókn um byggingarleyfi.

Skógarlind 1
Á síðasta fundi byggingarnefndar var óskað eftir greinargerð eiganda framhald verksins.
Gefinn er frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010.
Lögð fram greinargerð sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. febrúar.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ítreka fyrri ósk sína um aðgerðaráætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda sem skal skila inn fyrir 10. apríl. Að öðrum kosti hefur bygggingarnefnd ákveðið að dagsektir að upphæð 100.000 kr. á dag verða settar á eiganda frá og með 10. apríl 2010.

12.1002167 - Hagasmári 3, umsókn um byggingarleyfi.

Hagasmári 3
Á síðasta fundi byggingarnefndar var óskað eftir greinargerð eiganda framhald verksins.
Gefinn er frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010.
Lögð fram greinargerð sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. febrúar.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ítreka fyrri ósk sína um aðgerðaráætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda sem skal skila inn fyrir 10. apríl. Að öðrum kosti hefur bygggingarnefnd ákveðið að dagsektir að upphæð 100.000 kr. á dag verða settar á eiganda frá og með 10. apríl 2010.

13.1002166 - Vindakór 2-8, umsókn um byggingarleyfi.

Vindakór 2-8
Á síðasta fundi byggingarnefndar var óskað eftir greinargerð eiganda um framhald verksins.
Gefinn er frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010.
Lögð fram greinargerð sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. febrúar.
Lögð fram greinargerð eigenda dags. 25. febrúar 2010.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ítreka fyrri ósk sína um aðgerðaráætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda sem skal skila inn fyrir 10. apríl.

14.1002156 - Aspargrund 9, umsókn um byggingarleyfi.

Aspargrund 9
Lagður fram úrskurðir Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. september 2009 þar sem höfnun byggingarnefndar á þegar byggðum garðskúr á lóðinni að Aspargrund 9 er felld úr gildi.

Byggingarnefnd óskar eftir  umsögn skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs.

15.705025 - Fagraþing 5. Óskað eftir framkvæmdaáætlun.

Fagraþing 5
Lagður fram tölvupóstur eiganda dags. 11. desember 2009 um framhald framkvæmda sem lagður var fram á fundi byggingarnefndar 15. desember s.l.
Framkvæmdir hafa ekki hafist enn þrátt fyrir yfirlýsingu um annað í tilvitnuðum tölvupósti.

Byggingarnefnd ákveður að taka málið upp aftur eins og boðað var í bréfi dagsett 15. desember 2009 vegna þess að ekki hefur verið staðið við framlagða framkvæmdaráætlun dags. 11. desember 2009. Verði framkvæmdir ekki hafnar að fullur fyrir 10. apríl 2010 áskilur mun byggingarnefndin taka ákvörðun um beitingu dagsekta.

Fundi slitið - kl. 09:45.