Byggingarnefnd

1321. fundur 16. nóvember 2010 kl. 08:00 - 10:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.907189 - Kópavogsbakki 4, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Kópavogsbakki 4
Emil Þór Guðmundsson og Guðbjörg Kristjánsdóttir, Lækjarsmára 98, Kópavogi, sækja um leyfi fyrir frágangi á lóðarmörkum og stoðvegg á lóð að Kópavogsbakka 4.
Teikn. Emil Þór Guðmundsson

Byggingarnefnd synjað erindinu þar sem ekki í samræmi við deiliskipulag og með tilvísun í minnisblað dags. 16.nóvember 2010

2.1011015 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 10

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 10/2010 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum

3.1010023 - Bæjarstjórn - 1024

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti, á fundi sínum, 26. október 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1320 frá 19. október 2010.

4.901156 - Dalaþing 4, umsókn um byggingarleyfi.

Dalaþing 4
Á fundi byggingarnefnd 16. febrúar sl. var óskað eftir greinargerð eiganda að Dalaþingi 4 um hvenær hann hyggist hefja og ljúka breytingum á þaki hússins í samræmi við samþykkt byggingarleyfi frá 8. janúar 2009.
Gefinn var frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010 og var hann framlendur til 12. apríl sl. þar sem eigendaskipti hafa orðið á eigninni.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist.
Byggingarnefnd felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að skrifa eiganda bréf og gefa nefndinni umsögn fyrir næsta fund.
Byggingarnefnd ályktaði á fundi 20. apríl að hún hefði í hyggju að leggja til við bæjarstjórn að leggja á dagsektir ef ekki hefur borist aðgerðaráætlun fyrir 25. maí 2010.
Á fundi byggingarnefndar 19. október s.l. var lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs dags. 18. október 2010 og var málinu frestað.
Engar athugasemdir hafa borist frá eiganda

Byggingarnefnd óskar eftir aðgerðaráætlun frá nýjum eigendum

5.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnum akstur.

Dalvegur 6-8
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 5. nóvember s.l. varðandi gegnum akstur á lóðinni Dalvegi 6-8.

Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli byggingarfulltrúa hefur eigandi ekki enn tjáð sig um hvenær ætlunin er að ganga frá akstursleið í gegnum lóðina að Dalvegi 6-8 eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.

Byggingarnefnd mun á næsta fundi 21. desember n.k. taka til skoðunar beitingu dagsekta til að þrýsta á um að gegnum keyrslan verði framkvæmd.

Eiganda er gefinn kostur á að koma að athugasemdum og andmælum fyrir 7. desember 2010.

6.1008049 - Langabrekka 2, umsókn um byggingarleyfi.

Langabrekka 2
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi óíbúðarhæft hús að Löngubrekku 2 sem bíður niðurrifs. Byggingarnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.
Lögð fram umsögn bæjarlögmanns dags. 21. september 2010.
Málinu var frestað á síðasta fundi.
Á fundi byggingarnefnd 19. október s.l. var ályktað að nefndin muni á næsta fundi 16. nóvember 2010 taka til afgreiðslu tillögu um beitingu dagsekta til að þrýsta á að húsið verði rifið.
Lóðahafa var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og andmælum fyrir 12. nóvember 2010.
Engar athugasemdir hafa borist frá eiganda

Byggingarnefnd gefur eiganda frest til 1. mars 2011 til að rífa húsið og fjarlægja allt efni og jafna lóð og ganga snyrtilega frá henni.

Verði þessu ekki sinnt innan þessa frests samþykkir byggingarnefnd dagsektir kr. 10.000 þar til úr hefur verið bætt

7.907189 - Kópavogsbakki 4, umsókn um byggingarleyfi.

Kópavogsbakki 4 og 6
Greint frá stöðu mála.
Lögð fram umsögn bæjarlögmanns dags. 21. september 2010.
Byggingarnefnd mun á næsta fundi 19. október 2010 taka til afgreiðslu tillögu um að afturkalla byggingarleyfi fyrir Kópavogsbakka 4 frá 30. júlí 2008. Lóðahafa var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og andmælum fyrir 15. október 2010.
Á fundi byggingarnefndar 19. október s.l. gerði sviðsstjóri grein fyrir að haldinn var fundur með lögmönnum lóðarhafa að Kópavogsbakka 4 og 6, 18. október 2010. Á fundinum kom fram hugmynd að mögulegri sátt í ágreiningi um frágang á lóðarmörkum og var málinu frestað.
Lagt fram bréf Guðjóns Ólafs Jónssonar hrl. f.h. eigenda dags. 13. október 2010 og 11. nóvember 2010

Byggingarnefnd frestar erindinu og mun kynna sér framkvæmdir á vettvangi

8.1002166 - Vindakór 2-8, umsókn um byggingarleyfi.

Vindakór 2-8
Á fundi bæjarráðs 9. september s.l. var lagt til við byggingarnefnd að ákvarða dagsektir vegna byggingarframkvæmda að Vindakór 2-8 til að knýja á um að frágangi utanhúss verði lokið og lóð komið í viðunandi horf.
Byggingarnefnd samþykkir á fundi sínum 21. september s.l. að á næsta fundi 19. október 2010 verði tekin til afgreiðslu tillaga um beitingu dagsekta og felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs undirbúning.
A fundi byggingarnefndar 19. október s.l. var lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs dags. 1. október 2010 vegna málsins og óskaði nefndin eftir framkvæmdaáætlun um að ljúka frágangi utanhúss og frágangi lóðar.
Lagður fram tölvupóstur Íbúðánasjóðs dags. 11. nóvember 2010.

Byggingarnefnd ítrekar ósk sína um framkvæmdaáætlun um hvenær ætlunin er að ljúka frágangi utanhúss og frágangi lóðar fyrir 7. desember 2010.

9.1011238 - Skipulagsnefnd, byggingarnefnd.

6.
Skipulagsnefnd / Byggingarnefnd
Á fundi byggingarnefndar 16. nóvember 2010 voru lögð fram og kynnt drög að samþykkt fyrir Skipulagsráð Kópavogs. Skipulagsráð mun koma í stað skipulagsnefndar og byggingarnefndar og starfa í umboði bæjarráðs/bæjarstjórnar, með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt fyrir ráðið, sbr. einnig 6. og 38. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, 44. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar frá 15. júní 2010

10.1011169 - Starfs- og fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs 2011.

Starfsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs 2011
Á fundi byggingarnefndar 16. nóvember 2011 voru lögð fram drög sviðsstjóra að starfsáætlun skipulags- og umhverfissviðs 2011

Fundi slitið - kl. 10:00.