Byggingarnefnd

1318. fundur 17. ágúst 2010 kl. 08:00 - 10:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1008074 - Aflakór 18, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Aflakór 18
Hanna G. Benediktsdóttir og Björn Á. Björnsson, Tröllakór 1-3, Kópavogi, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús að Aflakór 18.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum

2.1007208 - Austurkór 5, umsókn um byggingarleyfi.

2.
Austurkór 5
Mótandi ehf., Jónsgeisli 11, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús að Austurkór 5.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

3.1008075 - Hamraendi 28, umsókn um byggingarleyfi.

3.
Hamraendi 28
Gerður Leifsdóttir, Búagerði 10, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hamraenda 28.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Samþykkt, þar sem teikningar eru í samræmi við skipulags- og byggingar skipulagslög nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Nefndin leggur til að bæjarstjórn samþykki afgreiðslu byggingarnefndar.

4.1008076 - Hæðarendi 2, umsókn um byggingarleyfi.

4.
Hæðarendi 2
Rúnar Sólberg Þorvaldsson, Lyngbrekka 19, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hæðarenda 2.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

5.1008056 - Hæðarendi 4, umsókn um byggingarleyfi.

5.
Hæðarendi 4
Ásgeir J. Guðmundsson, Jötunsalir 2, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hæðarenda 4.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

6.1004026 - Álfhólsvegur 111. Kvörtun vegna yfirgefins húss

1.
Álfhólsvegur 111
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi óíbúðarhæft hús að Álfhólsvegi 111 sem bíður niðurrifs.
Lagður fram tölvupóstur eiganda dags. 16. ágúst 2010

Byggingarnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

7.804161 - Fróðaþing 15-17. Beiðni um framkvæmdaáætlun.

2.
Fróðaþing 15 og 17
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi byggingarframkvæmdir við einbýlishús sem hafa stöðvast að Fróðaþingi 15 og 17. Sami lóðarhafi er að báðum lóðunum.
Einnig lagður fram tölvupóstur eiganda dags. 5. júlí 2010.

Byggingarnefnd leggur fyrir lóðarhafa lóðanna 15 og 17 við Fróðaþing að fjarlægja allt byggingarefni, gáma og byggingarkrana af lóðunum og fylla yfir sökkla með fyllingarefni og slétta lóð og gengið verði frá yfirborði á þann hátt ekki stafa fokhætta af. Gefinn er frestur til 1. september 2010 til að ljúka þessu ella verður það gert á kostnað eiganda að þeim tíma liðnum.

8.804077 - Langabrekka 2. Gengið verði frá húsi og lóð, v. slysahættu.

3.
Langabrekka 2
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi óíbúðarhæft hús að Löngubrekku 2 sem bíður niðurrifs.

Byggingarnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.

9.905365 - Vatnsendablettur 713, gamalt hús og umhirða á lóðinni.

4.
Vatnsendablettur 713
Lagður fram tölvupóstur eiganda dags. 9. ágúst 2010 varðandi flutning 78,4 m2 vinnuskúrs til á lóðinni að Vatnsendabletti 713. Á lóðinni er einbýlishús í byggingu u.þ.b. tilbúið undir innréttingu.
Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa til eigenda dags. 2. júlí 2010 varðandi stóran vinnuskúr á lóðinni.

Byggingarnefnd leggur fyrir eiganda að fjarlægja vinnuskúrinn af lóðinni fyrir 31. desember 2010.

10.1007009 - Bæjarráð - 2557

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti, á fundi sínum, 22. júlí 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1317 frá 20. júlí 2010.

11.1008009 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 7

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 7/2010 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Fundi slitið - kl. 10:00.