Byggingarnefnd

1314. fundur 20. apríl 2010 kl. 08:00 - 09:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1004253 - Austurkór 161, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Austurkór 161
Benedikt Guðmundsson, Asparhvarf 5, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að Austurkór 161.
Teikn. Jónas Þórðarson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

2.1004280 - Hálsaþing 14, umsókn um byggingarleyfi.

2.
Hálsaþing 14
Sölvi Þór Sævarsson, Logafold 25, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja parhús að Hálsaþingi 14.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson.

Hafnað, þar sem teikningar eru ekki í samræmi við skipulag.

3.1004279 - Hálsaþing 16, umsókn um byggingarleyfi.

3.
Hálsaþing 16
Árni Jóhannes Valsson, Örvasalir 6, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja parhús að Hálsaþingi 16.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson

Hafnað, þar sem teikningar eru ekki í samræmi við skipulag.

4.1002156 - Aspargrund 9, umsókn um byggingarleyfi.

Aspargrund 9
Lagður fram úrskurðir Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7. september 2009 þar sem höfnun byggingarnefndar á þegar byggðum garðskúr á lóðinni að Aspargrund 9 er felld úr gildi.
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 20. apríl 2010.

Vísað til skipulagsnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu með tilvísun í 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga.

5.901156 - Dalaþing 4, umsókn um byggingarleyfi.

Dalaþing 4
Á fundi byggingarnefnd 16. febrúar s.l. var óskað eftir greinargerð eiganda að Dalaþingi 4 um hvenær hann hyggist hefja og ljúka breytingum á þaki hússins í samræmi við samþykkt byggingarleyfi frá 8. janúar 2009.
Gefinn var frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010 og var hann framlendur til 12. apríl s.l. þar sem eigendaskipti hafa orðið á eigninni.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist

Byggingarnefnd felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að skrifa eiganda bréf og gefa nefndinni umsögn fyrir næsta fund.

Byggingarnefnd hefur í hyggju að leggja til við bæjarstjórn að leggja á dagsektir ef ekki hefur borist aðgerðaráætlun fyrir 25. maí 2010.

6.705025 - Fagraþing 5. Óskað eftir framkvæmdaáætlun.

Fagraþing 5
Lagður fram tölvupóstur eiganda dags. 11. desember 2009 um framhald framkvæmda sem lagður var fram á fundi byggingarnefndar 15. desember s.l.
Framkvæmdir hafa ekki hafist enn þrátt fyrir yfirlýsingu um annað í tilvitnuðum tölvupósti.
Á fundi byggingarnefndar 16. mars s.l. var ákveðið að taka málið upp aftur eins og boðað var í bréfi dagsett 15. desember 2009 vegna þess að ekki hefur verið staðið við framlagða framkvæmdaráætlun dags. 11. desember 2009. Verði framkvæmdir ekki hafnar að fullur fyrir 10. apríl 2010 áskilur byggingarnefnd sér að taka ákvörðun um beitingu dagsekta.
Framkvæmdir eru ekki hafnar.

Byggingarnefnd hefur ákveðið að leggja til við bæjarstjórn að leggja á eiganda dagsektir að upphæð 20.000 á dag frá og með einum mánuði eftir að bæjarstjórn hefur samþykkt fundargerð þessa.

7.1003015 - Bæjarstjórn - 1013

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum, 23. mars 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1313 frá 16. mars 2010.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. mars 2010 og á bæjarstjórn á fundi sínum 23. mars 2010 eftirfarandi fyrir Skógarlind 1 og Hagasmára 3:
Bæjarráð ákveður að gefa lóðarhafa frest til 26. apríl nk. til þess að verða við fyrirmælum byggingarnefndar um að skila aðgerðaáætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda. Að öðrum kosti leggist dagsektir á lóðarhafa að upphæð kr. 500.000 á dag frá og með 26. apríl 2010. Bæjarráð áskilur sér rétt til að hækka dagsektirnar verði ekki brugðist við af hálfu lóðarhafa.

8.1004013 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 3

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 3/2010 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.

9.1004026 - Álfhólsvegur 111. Kvörtun vegna yfirgefins húss

Álfhólsvegur 111
Erindi frá bæjarráði 15. apríl sl. varðandi slæmt ástand húss og lóðar og er byggingarnefnd falið að ganga í málið.

Byggingarfulltrúa og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisvið er falið að skoða málið fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 09:00.