Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum, 23. mars 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1313 frá 16. mars 2010.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 18. mars 2010 og á bæjarstjórn á fundi sínum 23. mars 2010 eftirfarandi fyrir Skógarlind 1 og Hagasmára 3:
Bæjarráð ákveður að gefa lóðarhafa frest til 26. apríl nk. til þess að verða við fyrirmælum byggingarnefndar um að skila aðgerðaáætlun og áætlun um lúkningu framkvæmda. Að öðrum kosti leggist dagsektir á lóðarhafa að upphæð kr. 500.000 á dag frá og með 26. apríl 2010. Bæjarráð áskilur sér rétt til að hækka dagsektirnar verði ekki brugðist við af hálfu lóðarhafa.
Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.