Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2023 þar sem umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 13. febrúar 2023 fyrir hönd lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Lyngbrekku er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir hækkun núverandi einbýlishúss á lóðinni um eina hæð, samtals 66,2 m². Jafnframt er gert ráð fyrir 39 m2 þaksvölum á efri hæð sem snúa til austurs. Hámarkshæð verður eftir breytingu 6,2 m með þakhalla til suðurs. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 174 m² í 246 m² við breytinguna. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,33.
Uppdættir í kv. 1:100 og 1:500 dags. 13. febrúar 2023.