Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

13. fundur 29. mars 2023 kl. 11:00 - 11:52 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2302560 - Skólagerði 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. febrúar 2023 þar sem umsókn THG arkitekta dags. 6. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 43 m² vinnustofu á lóðamörkum Skólagerðis 19 og Borgarholtbrautar 48. Nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0,43 í 0,48. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2022.

Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 13, 15, 17, 19, 21 og 23 við Skólagerði og nr. 46, 48a, 48b, 48c, 38d og 50 við Borgarholtsbraut.

Almenn erindi

2.23032126 - Lyngbrekka 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2023 þar sem umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 13. febrúar 2023 fyrir hönd lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Lyngbrekku er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir hækkun núverandi einbýlishúss á lóðinni um eina hæð, samtals 66,2 m². Jafnframt er gert ráð fyrir 39 m2 þaksvölum á efri hæð sem snúa til austurs. Hámarkshæð verður eftir breytingu 6,2 m með þakhalla til suðurs. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 174 m² í 246 m² við breytinguna. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,33.

Uppdættir í kv. 1:100 og 1:500 dags. 13. febrúar 2023.





Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1 til 23 við Lyngbrekku og nr. 67, 69, 69a, 71, 73a, 73b, 73d, 75, 77, 79a, 79b, 79c og 79d við Álfhólsveg.

Fundi slitið - kl. 11:52.