Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. ágúst 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Magnúsar Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Vallargerði er vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Sótt er um stækkun stofu út á núverandi svalir og nýjar svalir á núverandi bílskúrsþaki ásamt fallvörnum. Byggingarmagn á lóðinni eykst um 7,8 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,41. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 4. nóvember 2024 til 4. desember 2024. Eftirtaldir gerðu athugasemdir: María Lilja Harðardóttir dags. 30. nóvember 2024. Á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2025.