Lögð fram að nýju fyrirspurn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts dags. 16. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg um breytingar á lóðinni. Í breytingunni felst að 114,4 m² hús sem á lóðinni stendur verði rifið og í stað þess verði reist 474 m² fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,13 í 0,57. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir.
Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2025.