Lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar dags. 28. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Kópavogsbraut um tvær viðbyggingar á lóðinni, samtals 230,4 m². Fyrirhugað er að byggt verði við núverandi bílageymslu á norðausturhluta lóðarinnar geymsla og tómstundahús. Einni er ráðgert að byggt verði gróðurhús við vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 295 m² í 535 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,33.
Uppdrættir dags. 23. janúar 2025, uppfærðir 21. mars 2025.
Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025.