Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

20. fundur 14. apríl 2025 kl. 13:00 - 13:46 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar.
Dagskrá

Almenn erindi

1.25031324 - Dalsmári 1. Smáraskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn umhverfissviðs dags. 11. apríl 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Dalsmára. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur, um 19,7m x 28.7m að stærð, fyrir þrjár færanlegar kennslustofur. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 428m² á stærð, tengdar saman með tengigangi og á einni hæð. Hámarks þak- og vegghæð frá gólfi mun vera um 4,12m.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:250 dags. 11. apríl 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Dalsmára 1-7. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.25041690 - Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 11. apríl 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn umhverfissviðs Kópavogsbæjar fyrir lóðina nr. 15 við Digranesveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir fjórum færanlegum kennslustofum á norðausturhluta lóðarinnar. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 419m² að stærð.

Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:500, 1:100 og 1:50 dags. 11. apríl 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skólatröð 1-9, 11 og 13 og Hávegi 1 og 4. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

3.25021670 - Nýbýlavegur 64. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. febrúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Freys Frostasonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 64 við Nýbýlaveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð og skipta henni upp í tvær minni íbúðir ásamt því að bæta við svölum á suðurhlið hússins. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. mars og til og með 10. apríl 2025 og engar athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 3. desember 2024.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

4.25033298 - Vallargerði 40. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Ágústs Þórðarsonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 40 við Vallargerði er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,38.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. mars 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Melgerði 37 og 39, Suðurbraut 3 og 5 og Vallargerði 38. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

5.2503164 - Lækjarbotnaland 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 23 við Lækjarbotnaland er vísað til skipulagsfulltrúa. Lagðar eru fram reyndarteikningar af þeim mannvirkjum sem eru nú þegar til staðar. Um er að ræða 49.6m² frístundahús, kalda 15.4m² áhaldageymslu og hýsi yfir dælubúnað vatns sem fært verður inn á lóð. Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:200 og 1:100 dags. 19. febrúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. apríl 2025.

Almenn erindi

6.2504623 - Stígakerfi - Breyting á 4. kafla í aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 3. apríl 2025 um tillögu að breytingu á ákvæðum 4. kafla í aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem ná til stígakerfa. Viðfangsefni breytingartillögunnar er heildarendurskoðun á stígakerfi Garðabæjar og er áætluninni ætlað að vera til leiðbeiningar fyrir deiliskipulagsgerð, verkhönnun og uppbyggingu stíga í Garðabæ til framtíðar. Markmiðið er að til verði stefna um vistvænar samgöngur og uppbyggingu stígakerfisins í þágu útivistar og lýðheilsu og umhverfisverndar, með öryggi að leiðarljósi.

Endurskoðun á kafla 4.2, vinnslutillaga dags. 13. mars 2025 og kynning vinnslutillögu á íbúafundi 2. apríl 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra aðalskipulags.

Almenn erindi

7.24102559 - Háholt Hnoðraholts. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 9. apríl 2025 um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir Háholt Hnoðraholts. Tillagan er á vinnslustigi og í henni felst að tákn fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu (4.05 S leikskóli) á háholti Hnoðraholts verði fellt út. Iðnaðarsvæði (4.22 I, hitaveitutankar) á háholti Hnoðraholts verði fellt út. Gert verður ráð fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustur (4.22 S) þar sem núgildandi skipulag gerir ráð fyrir hitaveitutönkum. Lögun og stærð landnotkunarreitanna (4.04.Íb) og (4.18 Op) breytist lítillega.

Uppdráttur í mkv. 1:10.000 dags. 26. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra aðalskipulags.

Almenn erindi

8.24082506 - Stakar byggingar á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 10. apríl 2025 um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi stakar byggingar á opnum svæðum í Hólmsheiði og austanverðum Úlfarsárdal. Tillagan felur í sér að skerpt verður á núverandi heimildum og réttindum lóðarhafa og húseigenda varðandi uppbyggingu og enduruppbyggingu stakra húsa á opnum svæðum í Hólmsheiði (OP15) og í innanverðum Úlfarsárdal (OP28).

Tillaga dags. í febrúar 2025 og viðaukar með tillögu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra aðalskipulags.

Almenn erindi

9.25041513 - Kerfisáætlun 2025-2034. Kynning umhverfismatsskýrslu (umhverfismat áætlana). Umsagnarbeiðni

Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2025 um umhverfismatsskýrslu kerfisáætlunar 2025-2034. Nálgun matsvinnunnar byggir á þeim markmiðum sem ná á fram með umhverfismati áætlana, sem eru að skilgreina líkleg og mikil áhrif á umhverfið, bera saman umhverfisáhrif valkosta, veita heildarsýn á umhverfisáhrif vegna kerfisáætlunar, taka tillit til umhverfissjónarmiða við mótun kerfisáætlunar og draga þannig úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif, skilgreina vöktun og mótvægisaðgerðir þar sem það á við, skjalfesta matsvinnu, stuðla að samræmi áætlana og greina frá tengslum kerfisáætlunar við aðrar áætlanir og alþjóðlega samninga og kynna helstu umhverfisáhrif kerfisáætlunar.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 13:46.