Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2025 um umhverfismatsskýrslu kerfisáætlunar 2025-2034. Nálgun matsvinnunnar byggir á þeim markmiðum sem ná á fram með umhverfismati áætlana, sem eru að skilgreina líkleg og mikil áhrif á umhverfið, bera saman umhverfisáhrif valkosta, veita heildarsýn á umhverfisáhrif vegna kerfisáætlunar, taka tillit til umhverfissjónarmiða við mótun kerfisáætlunar og draga þannig úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif, skilgreina vöktun og mótvægisaðgerðir þar sem það á við, skjalfesta matsvinnu, stuðla að samræmi áætlana og greina frá tengslum kerfisáætlunar við aðrar áætlanir og alþjóðlega samninga og kynna helstu umhverfisáhrif kerfisáætlunar.