Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn umhverfissviðs dags. 21. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7 við Núpalind. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur, um 14,3m x 55m að stærð, fyrir tvær færanlegar kennslustofur. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 203,26 m² á stærð, tengdar saman með tengigangi og á einni hæð. Hámarks þak- og vegghæð frá gólfi mun vera um 4.08m. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:200 dags. 24. mars 2025. Tillagan var grenndarkynnt frá 31. mars og til og með 8. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.