Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var lögð fram byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg uppdrættir dags. 12. nóvember 2023, uppfærðir 8. apríl 2025 þar sem sótt var um að bæta við 5,1 m² svölum á 2. hæð til að tryggja brunavarnir. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á fundi bæjarstjórnar þann 12. nóvember 2024 var byggingarleyfisumsókn lóðarhafa samþykkt og fékk lóðarhafi heimild til að byggja 158,2 m² tveggja hæða byggingu með tengingu við vesturgafl núverandi íbúðarhúss. Fjölgun íbúða á lóðinni fór því úr einni í tvær og bætt var við einu bílastæði. Í uppfærðri umsókn eru fyrrgreindar svalir orðnar inndregnar. Byggingarmagn minnkar úr 158,2 m² í 151,7 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 0,34 í 0,33. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 12. nóvember 2023, uppfærðir 20. maí 2025.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 26. maí 2025.