Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

23. fundur 26. maí 2025 kl. 13:30 - 14:40 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.25043591 - Álfhólsvegur 62. Byggingarleyfisumsókn.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var lögð fram byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg uppdrættir dags. 12. nóvember 2023, uppfærðir 8. apríl 2025 þar sem sótt var um að bæta við 5,1 m² svölum á 2. hæð til að tryggja brunavarnir. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á fundi bæjarstjórnar þann 12. nóvember 2024 var byggingarleyfisumsókn lóðarhafa samþykkt og fékk lóðarhafi heimild til að byggja 158,2 m² tveggja hæða byggingu með tengingu við vesturgafl núverandi íbúðarhúss. Fjölgun íbúða á lóðinni fór því úr einni í tvær og bætt var við einu bílastæði. Í uppfærðri umsókn eru fyrrgreindar svalir orðnar inndregnar. Byggingarmagn minnkar úr 158,2 m² í 151,7 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 0,34 í 0,33. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 12. nóvember 2023, uppfærðir 20. maí 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 26. maí 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2025, samþykkt.

Almenn erindi

2.2505568 - Brekkuhvarf 5. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf dags. 6. maí 2025 um breytingu á deiliskipulag. Umrædd lóð er 4.216 m² að stærð. Lóðarhafar vilja skipta henni upp og bæta við einbýlishúsi á norð-vesturhluta lóðarinnar ásamt bílastæðum. Á embættisafgreiðslufundi þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2025.

Almenn erindi

3.2505604 - Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts og Hrafnkels Odda Guðjónssonar lögmanns f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut dags. 6. maí 2025 um breytingu á deiliskipulaginu „Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114“ fyrir lóðina nr. 108 við Kársnesbraut. Í breytingunni felst að breyta atvinnuhúsnæði á 2. hæð í íbúðarhúsnæði. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vísað til um skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

4.25042073 - Dimmuhvarf 7B. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7B við Dimmuhvarf dags. 16. apríl 2025 um að fá að byggja 50-65 m² bílskúr/vinnustofu á norð-vestur hluta lóðarinnar. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 29. apríl 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2025.

Almenn erindi

5.25031243 - Langabrekka 15A. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Vigfúsar Halldórssonar arkitekts dags. 12. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Löngubrekku um að breyta geymslu sem er sambyggð bílgeymslu í vinnustofu með salerni og minnka bílgeymslu. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 3. desember 2024. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2025 eru ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

6.25043607 - Skjólbraut 5. Byggingarleyfisumsókn

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. apríl 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Braga Blumenstein arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Skjólbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Í breytingunni felst 60,2m² viðbygging til vesturs, og hækkun á húsi með kvistum. Valmaþaki verður breytt í hefðbundið söðulþak. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,27. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 fylgja dags. 8. mars 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skjólbraut 2, 3A, 4, 6, 7, 8, 10 og 12 og Meðalbraut 8, 10 og 12. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

7.2505375 - Hlíðarhvarf 17. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Michael Blikdal Erichsen arkitekts dags. 5. maí 2025 um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs vegna lóðarinnar nr. 17 við Hlíðarhvarf. Í breytingunni felst heimild að byggja einbýlishús með einni og hálfri hæð frá götu í stað einnar hæðar. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 2. maí 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2025.

Almenn erindi

8.25052536 - Vatnsendavegur. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn framkvæmdadeildar dags. 14. apríl 2025 um framkvæmdaleyfi vegna Vatnsendavegar. Framkvæmdin verður innan deiliskipulagsmarka tveggja deiliskipulaga og felur í sér fullnaðarfráfang Vatnsendavegar á milli Vatnsendahvarfs og Arnarnesvegar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 28. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

9.25052934 - Askalind 2A. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 23. maí 2025 um að stækka og hækka húsið við Askalind 2A ásamt tilfærslu byggingarreits. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 22. maí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

10.25053000 - Hafnarbraut 2. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Ágústssonar skipulagsfræðings dags. 23. maí 2025 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. 2 við Hafnarbraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

11.25041513 - Kerfisáætlun 2025-2034. Kynning umhverfismatsskýrslu (umhverfismat áætlana). Umsagnarbeiðni

Lögð er fram umsögn verkefnastjóra aðalskipulags dags. 21. maí 2025, vegna umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2025 um umhverfismatsskýrslu kerfisáætlunar 2025-2034. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags. Kerfisáætlun 2025-2034 fjallar um þróun og endurnýjun flutningskerfisins. Í umhverfismati áætlunarinnar er lagt mat á líkleg áhrif hennar á umhverfisþætti.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2025, samþykkt.

Almenn erindi

12.25053212 - Rannsóknarboranir sunnan Bolaöldu. Tilkynning um framkvæmd. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 26. maí 2025 um tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna áforma Reykjavík Geothermal um að bora tvær rannsóknarborholur sunnan við Bolaöldu. Tilgangurinn er að afla frekari upplýsinga um ástand svæðisins m.t.t. jarðhitavinnslu en fyrirtækið hefur áform um að reisa jarðvarmavirkjun á svæðinu. Útbúin verða tvö borplön 4.000 - 5.000 m2 borplön og gert ráð fyrir að holurnar verði um 3000 m djúpar. Skoðaðir eru tveir valkostir um aðkomuveg að borplönunum annars vegar valkostur A sem er 7,6 km langur vegur frá Litla-Sandfelli í Þrengslum og hins vegar valkostur B, um 4 km langur vegur frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

13.25052622 - Heiðmörk. Nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 22. maí 2025 vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags Heiðmerkur dags. í maí 2025. Markmið deiliskipulagsins er að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd og að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 14:40.