Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

24. fundur 10. júní 2025 kl. 13:00 - 13:41 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.25053548 - Reynihvammur 41. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Bjarna R. Valdimarssonar dags. 27. maí 2025 um 32 m² f.h. lóðarhafa um viðbyggingu ofan á núverandi bílskúr.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

2.25052536 - Vatnsendavegur. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram að nýju umsókn framkvæmdadeildar dags. 14. apríl 2025 um framkvæmdaleyfi vegna Vatnsendavegar. Framkvæmdin verður innan deiliskipulagsmarka tveggja deiliskipulaga og felur í sér fullnaðarfráfang Vatnsendavegar á milli Vatnsendahvarfs og Arnarnesvegar. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2025. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 28. mars 2025.
Samþykkt með vísan til 11. tl. 3. gr. viðauka IV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024 að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. júní 2025. Vísað til lögfræðideildar til útgáfu framkvæmdaleyfis f.h. skipulagsfulltrúa. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 30 í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

3.25031324 - Dalsmári 1. Smáraskóli. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn umhverfissviðs dags. 11. apríl 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Dalsmára. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur, um 19,7m x 28.7m að stærð, fyrir þrjár færanlegar kennslustofur. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 428m² á stærð, tengdar saman með tengigangi og á einni hæð. Hámarks þak- og vegghæð frá gólfi mun vera um 4,12m. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. apríl 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 30. apríl til 30. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:250 dags. 11. apríl 2025.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka IV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

4.25041690 - Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 11. apríl 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn umhverfissviðs Kópavogsbæjar fyrir lóðina nr. 15 við Digranesveg var vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir fjórum færanlegum kennslustofum á norðausturhluta lóðarinnar. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 419 m² að stærð. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. apríl 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina, var hún grenndarkynnt frá 6. maí til 6. júní 2025. Engar athugasemdir bárust. Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:500, 1:100 og 1:50 dags. 29. apríl 2025 og skuggavarpsgreining dags. 7. apríl 2025.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka IV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

5.2503150 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heimilt verði að koma fyrir milliloftum á 1. hæð núverandi byggingar á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 3.355 m² í 3.760 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,63 i 0,71. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24. mars 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 14. apríl til 23. maí 2025. Engar athugasemdir bárust. Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:500 og 1:250 dags. 10. apríl 2025.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka IV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

6.25052622 - Heiðmörk. Nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 22. maí 2025 vegna skipulagslýsingar nýs deiliskipulags Heiðmerkur dags. í maí 2025. Markmið deiliskipulagsins er að tryggja öryggi og óbreytt gæði grunnvatns til langrar framtíðar og að svæðið nýtist áfram til útivistar í sátt við vatnsvernd og að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2025.



Andrea Kristinsdóttir verkefnisstjóri aðalskipulags tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2025 samþykkt.

Almenn erindi

7.25053212 - Bolaalda. Rannsóknarboranir. Tilkynning um framkvæmd. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 26. maí 2025 vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu vegna áforma Reykjavík Geothermal um að bora tvær rannsóknarborholur sunnan við Bolaöldu, dags. í maí 2025. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar 26. maí 2025 var umsagnarbeðni vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2025.



Andrea Kristinsdóttir verkefnisstjóri aðalskipulags tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. júní 2025 samþykkt.

Almenn erindi

8.2506668 - Dalaþing 11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Dalaþing dags. 5. júní 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breytt notkun óbyggðs hesthúss.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Fundi slitið - kl. 13:41.