Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn umhverfissviðs dags. 11. apríl 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Dalsmára. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur, um 19,7m x 28.7m að stærð, fyrir þrjár færanlegar kennslustofur. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 428m² á stærð, tengdar saman með tengigangi og á einni hæð. Hámarks þak- og vegghæð frá gólfi mun vera um 4,12m. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. apríl 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 30. apríl til 30. maí 2025. Engar athugasemdir bárust.
Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:250 dags. 11. apríl 2025.