Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

25. fundur 23. júní 2025 kl. 13:00 - 14:11 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Díana Berglind Valbergsdóttir og Freyr Snorrason.

Almenn erindi

1.25033297 - Skemmuvegur 48-50. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðssonar byggingartæknifræðings er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 313,5 m² viðbyggingu á einni hæð á suðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,35 í 0,39. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Uppdrættir í mkv. 1:100 og skráningartafla dags. 18. janúar 2022, uppfærðir 7. mars 2025.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skemmuvegi 34, 34A, 36, 38, 40, 42, 44 og Smiðjuvegi 4E, 28 og 66. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.25061782 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts dags. 18. júní 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns neðanjarðar um 1.100 m², heildaraukning byggingarmangs á lóðinni hækkar úr 6.600 m² í 7.700 m². Einnig er sótt um breytingu á fyrirkomulagi kjallara þar sem byggingarreit er snúið (90° gr. úr austur vestur í norður suður) og vegna landhalla verður bílakjallari á tveimur hæðum, hvor með sér innkeyrslu.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025.
Samþykkt með vísan til 8. tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

3.25053000 - Hafnarbraut 2. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Ágústssonar arkitekts dags. 23. maí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Hafnarbraut um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst minnkun lóðarinnar og aukning byggingarmagns, að hækka núverandi hús sem og breyta húsnæðinu í íbúðarhúsnæðinu með allt að 24 íbúðum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2025.



Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júní 2025.

Almenn erindi

4.25052934 - Askalind 2A. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 23. maí 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2A við Askalind um hækkun hússins, breytingar byggingarreits með viðbyggingu á austur- og vesturhlið og kjallari/jarðhæð verði stækkuð. Samtals stækkun um 1660 m². Einnig er sótt um fjölgun bílastæða úr 53 í 57. Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,59 í 1,03. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 22. maí 2025.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2025.

Almenn erindi

5.2506668 - Dalaþing 11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Dalaþing um að byggja gróðurhús eða garðskála á 49 m² í stað hesthúss.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2025 er ekki gerð athugasemd við fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

6.2503148 - Fjallalind 108. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Fjallalind um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að fá samþykkt á þegar gerðu opnu bílskýli og steyptum skjólveggi á lóðarmörkum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 12. maí til 16. júní. Engar athugasemdir bárust.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 25. mars 2025.
Samþykkt með vísan til 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

7.25062049 - Kríunes. Vatnsendi.

Lögð fram fyrirspurn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts dags. 20. júní 2025 um breytingu á aðalskipulagi Kópavogs fyrir lóðina Kríunes á Vatnsenda.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags.

Almenn erindi

8.24102563 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Landnotkunarheimildir við Hringbraut. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeðni frá Reykjavíkurborg dags. 19. júní 2025, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna breyttra landnotkunarheimilda við Hringbraut þar sem Hringbraut verður aðalgata frá Bjarkargötu að Suðurgötu, dags. mars 2025. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025, samþykkt.

Almenn erindi

9.25061364 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Laugardalur. Breytt landnotkun. Skilgreining samfélagsþjónustu við Reykjaveg. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeðni frá Reykjavíkurborg dags. 13. júní 2025, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu og drög að tillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna breyttrar landnotkunar í Laugardal þar sem skilgreina á samfélagsþjónustu við Reykjaveg, dags. mars 2025. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2025, samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:11.