Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 25. apríl 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Braga Blumenstein arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Skjólbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 60,2 m² viðbygging til vesturs, og hækkun á húsi með kvistum. Þakform breytist úr valmaþaki í söðulþak. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,27. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26. maí 2025 var erindið lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2025, samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Var hún grenndarkynnt frá 13. júní til 11. júlí 2025. Athugasemdir bárust.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. mars 2025.