Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

26. fundur 14. júlí 2025 kl. 13:00 - 13:45 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri aðalskipulags
Dagskrá

Almenn erindi

1.25053548 - Reynihvammur 41. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Bjarna R. Valdimarssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. maí 2025 um 32 m² um viðbyggingu ofan á núverandi bílskúr. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 16. júní 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Þá er lögð fram umsögn verkefnisstjóra dags. 14. júlí 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2025 eru ekki gerðar athugasemdir við sótt verði um byggingarleyfi í samræmi við erindið sem yrði grenndarkynnt.

Almenn erindi

2.25043607 - Skjólbraut 5. Byggingarleyfisumsókn

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 25. apríl 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Braga Blumenstein arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Skjólbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 60,2 m² viðbygging til vesturs, og hækkun á húsi með kvistum. Þakform breytist úr valmaþaki í söðulþak. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,27. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26. maí 2025 var erindið lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. maí 2025, samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Var hún grenndarkynnt frá 13. júní til 11. júlí 2025. Athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

3.25033298 - Vallargerði 40. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 28. mars 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Ágústs Þórðarsonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 40 við Vallargerði er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,38. Á embættisafreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. apríl 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Var hún grenndarkynnt frá 28. maí til 26. júní 2025. Athugasemdir bárust. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

4.25031165 - Vatnsendablettur 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vatnsendablett dags. 11. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst heimild til að byggja 67 m² bílgeymslu austan við núverandi einbýlishús á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0.03 í 0.04. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Var hún grenndarkynnt frá 12. júní til 13. júlí 2025. Engar athugasemdir bárust. Uppdrættir í mkv.1:2000, 1:500 og 1:250 dags. 8. maí 2025.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

5.25063070 - Hlégerði 6. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 20. júní 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Hlégerði er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og stakstæðri geymslu, samtals 164 m².

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100, dags. 28. apríl 2024.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

6.2507678 - Langabrekka 33. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 4. júlí 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kjartans Rafnssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 33 við Löngubrekku er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 10 m² viðbyggingu á norðaustur hlið núverandi húss á lóðinni, 24,8 m² viðbyggingu við bílgeymslu og stoðvegg á lóðarmörkum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,27 í 0,34.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og skráningartafla dags. 11. september 2024.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

7.2507677 - Álfhólsvegur 68. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 4. júlí 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Valgeirs Berg Steindórssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að koma fyrir hurð á austurhlið útigeymslu á suðaustur hluta lóðarinnar.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 21. febrúar 2025, uppfærðir 23. júní 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

8.24092692 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Keldur og nágrenni. Tillaga á vinnslustigi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 3. júlí 2025 vegna tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 um breytingar á landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis.
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 13:45.