Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

27. fundur 11. ágúst 2025 kl. 13:00 - 13:56 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2507871 - Hrauntunga 11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 12. júlí 2025 ásamt uppdráttum dags. 10. júlí 2025 um fyrirhugaða 80 m² viðbyggingu við suðurhlið núverandi húss á lóðinni nr. 11 við Hrauntungu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

2.2508249 - Holtagerði 49. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 49 við Holtagerði ásamt uppdráttum dags. 7. ágúst 2025 um 52,2 m² viðbyggingu. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,18 í 0,25.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

3.25071627 - Hófgerði 18. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 31. júlí 2025 um sér fasteignanúmer fyrir íbúð í kjallara.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

4.25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 18. júlí 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 29 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Uppdrættir dags. 23. júní 2025, breytt 23. júlí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

5.2508370 - Hlíðarvegur 15. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 1. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi til niðurrifs núverandi einbýlishúss og að byggt verði fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Uppdrættir dags. 20. júní 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

6.2508369 - Meltröð 10. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 1. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Meltröð er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að stækka tvo kvisti. Uppdrættir í dags. 14. júlí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

7.25033297 - Skemmuvegur 48-50. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðssonar byggingartæknifræðings dags. 16. janúar 2025 þar sem sótt var um 313,5 m² viðbyggingu á einni hæð á suðurhluta lóðarinnar nr. 48-50 við Skemmuveg. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,35 í 0,39. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 9. júlí til 7. ágúst. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

8.2503094 - Hamraendi 14-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda dags. 3. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 38,8 m² viðbygging innan hestagerðis á vesturhlið hesthússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,31 í 0,33. Umsóknin var grenndarkynnt frá 8. apríl til 15. maí 2025 og grenndarkynnt að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum dags. 20. júní 2025, frá 7. júlí til 7. ágúst 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Fundi slitið - kl. 13:56.