Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

28. fundur 25. ágúst 2025 kl. 13:00 - 15:15 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Díana Berglind Valbergsdóttir og Kristjana H. Kristjánsdóttir.

Almenn erindi

1.25081260 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag. Lóð fyrir brúarsporð Reykjavíkurmegin.

Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar dags. 18. ágúst 2025 að breytingu á deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Í breytingunni felst afmörkun lóðar fyrir brúarsporð innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur.
Samþykkt.

Almenn erindi

2.25081245 - Hamraendi 14-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 21. ágúst 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst viðbygging við vesturhlið núverandi hesthúss á lóðinni alls 42,4 m² að flatarmáli. Uppdrættir dags. 20. ágúst 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá skv. samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

3.2508992 - Urðarhvarf 12. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings dags. 19. ágúst 2025 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 12. Spurst er fyrir um hvort heimilað verði að sameina bílakjallara fyrir Urðarhvarf 10 og 12.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

4.2508381 - Stöðvarhvarf 2-8. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Tendra arkitektur dags. 11. ágúst 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-8 við Stöðvarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að fyrirhugað stigahús verði ekki gegnumgengt eins og krafa er um í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2025.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

Almenn erindi

5.25081022 - Borgarholtsbraut 69. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Hans Heiðars Tryggvasonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholtsbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta skráningu 24,6 m² atvinnuhúsnæðis á 1. hæð í íbúð. Uppdrættir dags. 27. júní 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Borgarholtsbraut 67 og 71. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

6.25081023 - Frostaþing 4. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Mardísar M. Andersen byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Frostaþing er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta innra skipulagi 1. hæðar, setja geymslu undir svalir og bæta við svalalokunum undir svalir til austurs auk þess að bæta við herbergi í stofu á 2. hæð. Uppdrættir dags. 23. júní 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

7.25081032 - Naustavör 60. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 60 við Naustavör er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 10,1 m² sólskála við íbuð á 4. hæð á norð-vesturhlið hússins.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

8.25071627 - Hófgerði 18. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 31. júlí 2025 um sér fasteignanúmer fyrir íbúð í kjallara. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025.

Almenn erindi

9.2507871 - Hrauntunga 11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 12. júlí 2025 ásamt uppdráttum dags. 10. júlí 2025 um fyrirhugaða 80 m² viðbyggingu við suðurhlið núverandi húss á lóðinni nr. 11 við Hrauntungu. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. ágúst 2025 var byggingarleyfisumsókninni vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025.

Almenn erindi

10.2508249 - Holtagerði 49. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 49 við Holtagerði ásamt uppdráttum dags. 7. ágúst 2025 um 52,2 m² viðbyggingu. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,18 í 0,25. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025.
Ekki er gerð athugasemd við að sótt verði um byggingarleyfi í samræmi við erindið. Byggingarleyfisumsóknin verður grenndarkynnt, berist hún.

Almenn erindi

11.25043607 - Skjólbraut 5. Byggingarleyfisumsókn

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Braga Blumenstein arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Skjólbraut. Sótt er um 60,2 m² viðbygging til vesturs, og hækkun á húsi með kvistum. Þakform breytist úr valmaþaki í söðulþak. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,27. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 13. júní til 11. júlí 2025. Athugasemdir bárust. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Uppdrættir dags. 8. mars 2025.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025 samþykkt. Vísað til fullnaðarafgeiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

12.25033298 - Vallargerði 40. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ágústs Þórðarsonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 40 við Vallargerði. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 65,2 m² stakstæðum bílskúr ásamt geymslu á norðurhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,3 í 0,38. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 28. maí til 26. júní 2025. Athugasemdir bárust. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. júlí 2025 var byggingarleyfisumsókninni vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2025. Uppdrættir dags. 25. mars 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2025 samþykkt. Vísað til fullnaðarafgeiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

13.2507677 - Álfhólsvegur 68. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Valgeirs Berg Steindórssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg. Sótt er um að koma fyrir hurð á austurhlið útigeymslu á suðaustur hluta lóðarinnar. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. júlí 2025 var byggingarleyfisumsókninni vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2025. Uppdrættir dags. 21. febrúar 2025, uppfærðir 23. júní 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Álfhólsvegi 70. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

14.25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut. Sótt er um 29 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. ágúst 2025 var byggingarleyfisumsókninni vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Uppdrættir dags. 23. júní 2025, breytt 23. júlí 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Þinhólsbraut 61, 62, 64, 65 og 66. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

15.2507678 - Langabrekka 33. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kjartans Rafnssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 33 við Löngubrekku. Sótt er um 10 m² viðbyggingu á norðaustur hlið núverandi húss á lóðinni, 24,8 m² viðbyggingu við bílgeymslu og stoðvegg á lóðarmörkum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,27 í 0,34. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. ágúst 2025. Uppdrættir dags. 11. september 2024.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Löngubrekku 24, 26, 28, 31, 35 og Álfhólsvegi 37 og 39. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

16.2508369 - Meltröð 10. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 1. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Meltröð er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að stækka tvo kvisti á austur og vesturhlið hússins. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2025. Uppdrættir í dags. 14. júlí 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Meltröð 8 og 6, Hátröð 9 og 7 og Álfhólsvegi 34 og 36. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

17.2507954 - Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar með tilliti til Borgarlínu. Kynning umhverfismatsskýrslu. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkur dags. 15. júlí 2025 vegna umhverfismatsskýrslu dags. í júlí 2025. Umhverfismatsskýrslunni fylgir viðaukahefti dags. 23. apríl 2025 og teikningahefti dags. í mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 15:15.