Lögð fram byggingarleyfisumsókn Braga Blumenstein arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Skjólbraut. Sótt er um 60,2 m² viðbygging til vesturs, og hækkun á húsi með kvistum. Þakform breytist úr valmaþaki í söðulþak. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,27. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 13. júní til 11. júlí 2025. Athugasemdir bárust. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 14. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar. Nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Uppdrættir dags. 8. mars 2025.