Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

29. fundur 05. september 2025 kl. 09:00 - 09:49 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri kynnti mál á fundinum.

Almenn erindi

1.2508370 - Hlíðarvegur 15. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg. Sótt er um leyfi til niðurrifs núverandi einbýlishúss og að byggt verði fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Uppdrættir dags. 20. júní 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hlíðarvegi 11, 13, 13A, 14, 16, 17, 18, 19 10 og 20A, Hrauntunga 14, 24 og 26 . Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.25081245 - Hamraendi 14-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 21. ágúst 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst viðbygging við vesturhlið núverandi hesthúss á lóðinni alls 42,4 m² að flatarmáli. Uppdrættir dags. 20. ágúst 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hamraenda 12, 22 og Hestheimum 14-16. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

3.25081023 - Frostaþing 4. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Mardísar M. Andersen byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Frostaþing. Sótt er um að breyta innra skipulagi 1. hæðar, setja geymslu undir svalir og bæta við svalalokunum undir svalir til austurs auk þess að bæta við herbergi í stofu á 2. hæð. Uppdrættir dags. 23. júní 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2025.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2025 eru ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

Almenn erindi

4.25081032 - Naustavör 60. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 60 við Naustavör er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 10,1 m² sólskála við íbuð á 4. hæð á norð-vesturhlið hússins. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

Almenn erindi

5.2507954 - Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar með tilliti til Borgarlínu. Kynning umhverfismatsskýrslu. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 15. júlí 2025 vegna umhverfismatsskýrslu dags. í júlí 2025. Umhverfismatsskýrslunni fylgir viðaukahefti dags. 23. apríl 2025 og teikningahefti dags. í mars 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september samþykkt.

Almenn erindi

6.25081773 - Fjallakór 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Fjallakór um breytingu á deiliskipulagi dags. 27. ágúst 2025. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða á lóðinni.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá skv. samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

7.25082174 - Austurgerði 7. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Austurgerði dags. 29. ágúst 2025 um að breyta íbúðagötunni í botnlangagötu.
Vísað til umsagnar deildarstjóra gatnadeildar.

Almenn erindi

8.2509368 - Laufbrekka 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Laufbrekku dags. 3. september 2025 um sér fasteignanúmer fyrir auka íbúð í eigninni.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

9.2509434 - Gulaþing 23A og B. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðanna nr. 23A og B við Gulaþing dags. 4. september 2025 um hvort að kantsteinar í fyrirhugaðri gangstétt við lóðamörk geti verið lækkaðir alla leið niður í götuhæð en ekki einungis við innkeyrslur í bílastæði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

10.2509226 - Dalvegur 30A. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Stefáns Arnar Stefánssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30A við Dalveg er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um að koma fyrir 7,5 m² dreifistöð á lóðinni. Uppdrættir dags. 11. ágúst 2025.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

11.2509227 - Hraunbraut 8. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Björns Guðbranssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Hraunbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir 18,7 m² geymsluskúr norðan við núverandi hús. Uppdrættir dags. 12. ágúst 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

12.23082308 - Óskað eftir samstarfi varðandi aðstöðu og þjónustu í Kópavogshöfn

Lagt fram erindi Seatrips ehf. dags. 30. ágúst 2023 þar sem óskað var eftir samstarfi við hafnarstjórn Kópavogsbæjar varðandi aðstöðu og þjónustu við Kópavogshöfn. Hafnarstjórn vísaði erindinu til skipulagsfulltrúa.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 09:49.