Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

30. fundur 22. september 2025 kl. 13:00 - 13:50 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Andrea Kristinsdóttir Staðgengill skipulagsfulltrúa, sat fundinn í hans stað.
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.25082174 - Austurgerði 7. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Austurgerði dags. 29. ágúst 2025 um að breyta íbúðagötunni í botnlangagötu. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar deildarstjóra gatnadeildar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra gatnadeildar dags. 22. september 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar deildarstjóra gatnadeildar dags. 22. september 2025.

Almenn erindi

2.25081773 - Fjallakór 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Fjallakór um breytingu á deiliskipulagi dags. 27. ágúst 2025. Í breytingunni felst fjölgun bílastæða á lóðinni. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var erindinu vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. september 2025 samþykkt.

Almenn erindi

3.2509226 - Dalvegur 30A. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Stefáns Arnars Stefánssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30A við Dalveg er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um að koma fyrir 7,5 m² dreifistöð á lóðinni. Uppdrættir dags. 11. ágúst 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2025 samþykkt.

Almenn erindi

4.25091752 - Álalind 2B. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 12. september 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Ellerts Más Jónssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2B við Álalind er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um 23,7 m² svalalokun í íbúð nr. 0503. Uppdrættir dags. 30. júlí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

5.25091901 - Skýjahvarf 11-19. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn TAG teiknistofu ehf. dags. 19. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 11-19 við Skýjahvarf um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 14. nóvember 2023. Óskað er eftir því að byggja út fyrir byggingarreit um 80cm og aukalega 60cm að hluta til með útbyggingu á norðvestur hlið svo koma megi fyrir byggingu á einni hæð í stað tveggja. Að auki er farið út fyrir byggingarreit með bílgeymslu á framhlið.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

6.25091898 - Austurgerði 2. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Austurgerði dags. 15. september 2025 um fjölgun bílastæða. Innkeyrsla lóðarinnar er staðsett norðan megin á lóðinni og fyrirhugað er að bæta við bílastæðum vestan megin á lóðinni við aðalinngang hússins.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

7.25092015 - Íþróttamannvirki í Kópavogsdal. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Þóru Guðrúnar Gunnarsdóttur dags. 16. september 2025 f.h. Skautasambands Íslands um að koma fyrir fjölnota íþrótta- og heilsumiðstöð með bílageymslu í kjallara í Kópavogsdal.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá skv. samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

8.25092452 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 18. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Grundarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp í tvær lóðir og stækkun á núverandi húsi til austurs. Lóðin er 1.410 m² og með fyrirhugaðri breytingu yrði lóð A 850 m² og lóð B 560 m². Uppdrættir dags. 10. september 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá skv. samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Fundi slitið - kl. 13:50.