Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

31. fundur 13. október 2025 kl. 13:00 - 14:55 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2510210 - Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag. Lóð fyrir brúarsporð.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 2. október 2025 að breytingu á deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Í breytingunni felst afmörkun lóðar fyrir brúarsporð. Uppdráttur dags. 2. október 2025.
Samþykkt með vísan til 8. tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

2.25092567 - Hlíðarhvarf 21. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar H. Ólafssonar byggingarfræðings dags. 21. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 21 við Hlíðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit lóðarinnar og bygging einnar hæðar húss.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

3.25093470 - Dalvegur 32A, B og C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 29. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 32A, B og C við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits neðanjarðar. Hármark byggingarmagns og fjöldi bílastæða helst óbreyttur. Kvöð er um gróður á norðurhluta lóðarinnar að Dalvegi. Uppdrættir dags. 7. október 2025.
Samþykkt með vísan 8. tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

4.25091901 - Skýjahvarf 11-19. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn TAG teiknistofu ehf. dags. 19. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 11-19 við Skýjahvarf um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 14. nóvember 2023. Óskað er eftir því að byggja út fyrir byggingarreit um 80cm og aukalega 60cm að hluta til með útbyggingu á norðvestur hlið svo koma megi fyrir byggingu á einni hæð í stað tveggja. Að auki er farið út fyrir byggingarreit með bílgeymslu á framhlið. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025.

Almenn erindi

5.2509368 - Laufbrekka 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Laufbrekku dags. 3. september 2025 um sér fasteignanúmer fyrir auka íbúð í eigninni. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025.

Almenn erindi

6.2508369 - Meltröð 10. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Meltröð dags. 14. júlí 2025, þar sem sótt var um að stækka tvo kvisti. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 4.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

7.25092015 - Íþróttamannvirki í Kópavogsdal. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Þóru Guðrúnar Gunnarsdóttur dags. 16. september 2025 f.h. Skautasambands Íslands um að koma fyrir fjölnota íþrótta- og heilsumiðstöð með bílageymslu í kjallara í Kópavogsdal. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. september var erindinu vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

8.25092756 - Ögurhvarf 4C. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Unnsteins Jónssonar arkitekts dags. 23. september 2025 um stækkun lóðarinnar 4C við Ögurhvarf um 66-67 m² til suð-vesturs.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

9.25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina, var hún grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025. Athugasemd barst.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

10.2510164 - Vindakór 5-7. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september 2025 þar byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 5-7 við Vindakór er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um 53 m² svalalokun á íbúð 0401 á 4. hæð á norðurhlið hússins. Uppdrættir dags. 27. júní 2006, uppfærðir 19. september 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

11.2510163 - Kambavegur 1. Dreifistöð. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september þar sem byggingarleyfisumsókn Stefáns Arnars Stefánssonar arkitekts f.h. Veitna ohf. er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir 6,3 m² dreifistöð á lóðinni nr. 1 við Kambaveg. Uppdrættir dags. 8. september 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

12.2510161 - Ögurhvarf 1. LED auglýsingaskilti. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Handknattleiksfélags Kópavogs er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir 7,8 m háu stálmastri með tveimur 5,8*3,8 LED auglýsingaskiltum á bæjarlandi við Ögurhvarf 1. Uppdrættir og skýringar dags. 7. febrúar 2023, uppfært 31. janúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

13.2510157 - Skemmuvegur 4A. LED auglýsingaskilti. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Handknattleiksfélags Kópavogs er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir að gera breytingu á vesturhlið flettiskiltis á 5,8*3,8 LED bæjarlandi við Skemmuveg 4A. Uppdrættir og skýringar dags. 29. janúar 2025.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

14.24102559 - Háholt Hnoðraholts. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 9. október 2025 um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir Háholt Hnoðraholts. Uppdráttur dags. 26. mars 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags.

Almenn erindi

15.2510880 - Háholt Hnoðraholts. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 9. október 2025 um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Háholt Hnoðraholts. Uppdráttur dags. 29. september 2025 og greinargerð ásamt skipulagsskilmálum dags. 29. september 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags.

Almenn erindi

16.25101045 - Dalvegur 24. Umsagnarbeiðni um geymslustað ökutækja

Lagt fram erindi samgöngustofu dags. 10. október 2025 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um starfsleyfi. Ökutækjaleigan CAR BROTHER ehf. óskar eftir geymslustað fyrir þrjú ökutæki við Dalveg 24.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 14:55.