Lögð fram fyrirspurn TAG teiknistofu ehf. dags. 19. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 11-19 við Skýjahvarf um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 14. nóvember 2023. Óskað er eftir því að byggja út fyrir byggingarreit um 80cm og aukalega 60cm að hluta til með útbyggingu á norðvestur hlið svo koma megi fyrir byggingu á einni hæð í stað tveggja. Að auki er farið út fyrir byggingarreit með bílgeymslu á framhlið. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var lögð fram og samþykkt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025. Nú er lögð fram leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2025.