Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

33. fundur 27. október 2025 kl. 13:00 - 14:07 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Elín Mjöll Lárusdóttir og Freyr Snorrason.

Almenn erindi

1.25061878 - Naustavör 13. Leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn umhverfissviðs dags. 24. október 2025 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 13 við Naustavör. Breytingin nær einnig til nærumhverfis lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrirhugaðs leikskóla úr 900 m² í 1212 m², stækkun lóðar úr 4.600 m² í 2.885 m² og hækkun byggingarreits úr 4m í 6m. Einnig hækkar gólfkóti byggingar úr 4.5 í 5.3. Gerð er ný göngutenging austan megin við leikskólalóð. Uppdrættir dags. 24. október 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Naustavör 11, 44, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58, 60, 62, 64, 66 og Vesturvör 12 og 14. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.25102570 - Akrakór 3. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn dags. 24. október 2025 lóðarhafa lóðarinnar nr. 3 við Akrakór um að breyta hluta af bílskúr og rými sem er skráð sem "óuppfyllt rými" í aukaíbúð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

3.25091898 - Austurgerði 2. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Austurgerði dags. 15. september 2025 um fjölgun bílastæða. Innkeyrsla lóðarinnar er staðsett norðan megin á lóðinni og fyrirhugað er að bæta við bílastæðum vestan megin á lóðinni við aðalinngang hússins. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.

Almenn erindi

4.25092452 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 18. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Grundarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst uppskipting lóðarinnar í lóðirnar nr. 8A og 8B við Grundarhvarf ásamt stækkun á núverandi húsi til austurs. Lóðin er 1.410 m² og með fyrirhugaðri breytingu yrði lóð A 850 m² og lóð B 560 m². Áformað nýtingarhlutfall lóðarinnar nr. 8A yrði 0,29 og 8B yrði 0,45. Uppdrættir dags. 10. september 2025. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

5.25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

6.2507678 - Langabrekka 33. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nyju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Kjartans Rafnssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 33 við Löngubrekku. Sótt er um 10 m² viðbyggingu á norðaustur hlið núverandi húss á lóðinni, 24,8 m² viðbyggingu við bílgeymslu og stoðvegg á lóðarmörkum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,27 í 0,34. Uppdrættir dags. 11. september 2024. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina, var hún grenndarkynnt frá 18. september til 20. október 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 4.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

7.25081022 - Borgarholtsbraut 69. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Hans Heiðars Tryggvasonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholtsbraut. Sótt er um að breyta skráningu 24,6 m² atvinnuhúsnæðis á 1. hæð í íbúð. Uppdrættir dags. 27. júní 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 25. ágúst 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, var hún grenndarkynnt frá 19. september til 22. október 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 4.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

8.25081245 - Hamraendi 14-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 21. ágúst 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst viðbygging við vesturhlið núverandi hesthúss á lóðinni alls 42,4 m² að flatarmáli. Uppdrættir dags. 20. ágúst 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina, var hún grenndarkynnt frá 19. september til 22. október 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

9.23092310 - Sundabraut. Aðalskipulagsbreyting og umhverfismat. Kynning tillögu á vinnslustigi.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 14. október 2025 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu á vinnslustigi vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir Sundabraut.
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Almenn erindi

10.25061364 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Laugardalur. Breytt landnotkun. Skilgreining samfélagsþjónustu við Reykjaveg. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem svæði sem áður var íþróttasvæði verður að svæði fyrir samfélagsþjónustu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Almenn erindi

11.25102713 - Nýtt Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2025-2040. Kynning tillögu á vinnslustigi.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðs dags. 27. október 2025 um tillögu að nýju Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2025-2040.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 14:07.