Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

34. fundur 10. nóvember 2025 kl. 13:00 - 15:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Brynja Guðnadóttir, Kristjana H. Kristjánsdóttir og Freyr Snorrason.

Almenn erindi

1.2508370 - Hlíðarvegur 15. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Hlíðarveg. Sótt er um leyfi til niðurrifs núverandi einbýlishúss og að byggt verði fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum. Uppdrættir dags. 20. júní 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina, var hún grenndarkynnt frá 19. september til 22. október 2025 og athugasemd barst. Er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.
Samþykkt með vísan 4.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til fullnaðarafgeiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

2.25092756 - Ögurhvarf 4C. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Unnsteins Jónssonar arkitekts dags. 23. september 2025 um stækkun lóðarinnar 4C við Ögurhvarf um 66-67 m² til suð-vesturs. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.

Almenn erindi

3.2510163 - Kambavegur 1. Dreifistöð. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september þar sem byggingarleyfisumsókn Stefáns Arnars Stefánssonar arkitekts f.h. Veitna ohf. er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir 6,3 m² dreifistöð á lóðinni nr. 1 við Kambaveg. Uppdrættir dags. 8. september 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 10. nóvember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.

Almenn erindi

4.25101479 - Roðahvarf 23. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Veitna Ohf. er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er að koma fyrir 7,5 m² dreifistöð á lóðinni nr. 23 við Roðahvarf. Uppdrættir dags. 25. maí 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 10. nóvember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.

Almenn erindi

5.25102855 - Hæðarhvarf 4. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Hæðarhvarf er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 245,9 m² einbýlishús með innbyggðri bílageymslu. Nýtingarhlutfall yrði 0,41. Uppdrættir dags. 5. október 2025.

Einnig er lögð fram umsögn dags. 10. nóvember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.

Almenn erindi

6.2510164 - Vindakór 5-7. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 26 september 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5-7 við Vindakór er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um 53 m² svalalokun á íbúð 0401 á 4. hæð. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. október 2025 var erindin vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju. Uppdrættir dags. 27. júní 2006, uppfærðir 19. september 2025.
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.

Almenn erindi

7.25101455 - Langabrekka 15. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Halldórssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Löngubrekku var vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta núverandi geymslu innan bílskúrs í vinnustofu með baðherbergi. Uppdrættir dags. 3. desember 2024.

Einnig er lagt fram minnisblað dags. 10. nóvember 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Álfhólsvegi 51, 53 og 55 sem og Löngubrekku 13, 17 og 19. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

8.25101453 - Þinghólsbraut 42. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Rebekku Pétursdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 42 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að gera breytingu á kvisti, gluggum, hurðum og innra skipulagi. Uppdrættir dags 22. september 2025.

Einnig er lögð fram umsögn dags. 10. nóvember 2025.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.

Almenn erindi

9.25101454 - Langabrekka 35. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kjartans Rafnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 35 við Löngubrekku er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um viðbyggingu við núverandi bílgeymslu að lóðarmörkum til suðurs og einnig til vesturs inn á dvalarsvæði lóðar. Einnig er sótt um að lækka lóð til suðurs og byggja upp staðsteyptan stoðvegg á syðri lóðarmörkum. Efsti hluti á stoðveggnum verður léttur timburveggur. Uppdrættir og skráningartafla dags. 29. júlí 2025.

Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2025. Samræmist ekki viðmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 um nýtingarhlutfall.

Almenn erindi

10.25103391 - Askalind 2. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 31. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Askalind um að byggja auka hæð ofan á núverandi verslunarhúsnæði á lóðinni. Uppdrættir dags. 23. október 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

11.2511413 - Huldubraut 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Jenssonar arkitekts dags. 6. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Huldubraut um fjölgun íbúða á lóðinni. Á lóðinni er 188,8 m² einbýlishús ásamt 28,3 m² stakstæðum bílskúr.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

12.2511419 - Hagasmári 3. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 6. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 3 við Hagasmára um aukið byggingarmagn lóðarinnar með tveimur tveggja hæða viðbyggingum við núverandi inngang til vesturs á norðurturni. Byggingarmagn lóðarinnar myndi hækka um 1000 m², úr 18.195,3 m² í 19.195,3 m². Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 1,52 1,60.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

13.25103362 - Skógarlind 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar arkitekts dags. 31. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skógarlind um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Kópavogs. Spurst er fyrir um tvær tillögur að breytingunum en báðar gera þær ráð fyrir íbúðum, verslunum og þjónustu ásamt bílakjallara.
Vísað til umsagnar verkefnastjóri.

Almenn erindi

14.2511496 - Örvasalir 26. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kjartans Ólafs Sigurðssonar byggingafræðings dags. 7. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 26 við Örvasali um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni er 221,1 m² einbýlishús sótt er um að breyta 49,2 m² óuppfylltu rými í kjallara í nýtingarrými. Uppdrættir og skráningartafla dags. 14. júlí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

15.25062107 - Skemmuvegur 46. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfullrúa dags. 24. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristins Más Þorsteinssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 46 við Skemmuveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 258 m² viðbyggingu. Uppdrættir dags. í janúar 2023, uppfærðir í júlí 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

16.2510880 - Háholt Hnoðraholts. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 9. október 2025 um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Háholt Hnoðraholts. Uppdráttur dags. 29. september 2025 og greinargerð ásamt skipulagsskilmálum dags. 29. september 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 10. nóvember 2025.
Umsögn verkefnastjóra aðalskipulags dags. 10. nóvember 2025, samþykkt.

Almenn erindi

17.24102559 - Háholt Hnoðraholts. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 9. október 2025 um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir Háholt Hnoðraholts. Uppdráttur dags. 26. mars 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 10. nóvember 2025.
Umsögn verkefnastjóra aðalskipulags dags. 10. nóvember 2025, samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:00.