Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

35. fundur 24. nóvember 2025 kl. 13:00 - 14:25 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.25102570 - Akrakór 3. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn dags. 24. október 2025 lóðarhafa lóðarinnar nr. 3 við Akrakór um að breyta hluta af bílskúr og rými sem er skráð sem "óuppfyllt rými" í aukaíbúð. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 24. nóvember 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2025, samþykkt.

Almenn erindi

2.2511419 - Hagasmári 3. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 6. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 3 við Hagasmára um aukið byggingarmagn lóðarinnar með tveimur tveggja hæða viðbyggingum við núverandi inngang til vesturs á norðurturni. Byggingarmagn lóðarinnar myndi hækka um 1000 m², úr 18.195,3 m² í 19.195,3 m². Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 1,52 1,60. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 24. nóvember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2025.

Almenn erindi

3.2511496 - Örvasalir 26. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Kjartans Ólafs Sigurðssonar byggingafræðings dags. 7. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 26 við Örvasali um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni er 221,1 m² einbýlishús. Sótt er um að breyta 49,2 m² óuppfylltu rými í kjallara í nýtingarrými. Uppdrættir og skráningartafla dags. 14. júlí 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 17. nóvember 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum við Örvasali 9, 11, 20, 22, 24 og 28. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

4.25031982 - Þinghólsbraut 55. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Davíðs Kr. Pitt arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 55 við Þinghólsbraut, þar sem sótt er um færslu á núverandi vinnustofu til austurs. Einnig eru lagðir fram uppdrættir dags. 5. júlí 2022, uppfærðir 5. febrúar 2025 og skráningartafla dags. 10. janúar 2022. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt til 21. nóvember 2025. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 4.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

5.25111111 - Kópavogsbraut 20. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 7. nóvember 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Gests Ólafssonar Arkitekts er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja gróðurhús við núverandi íbúðarhús og viðbyggingu við bifreiðageymslu, samtals 230 m². Uppdrættir dags. 15. apríl 2025, uppfærðir 25. september 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

6.2511765 - Brekkuhvarf 5. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf dags. 10. nóvember 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. uppskipting lóðarinnar í tvær einbýlishúsalóðir, sbr. fyrri fyrirspurn dags. 26. maí 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

7.25111343 - Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn umhverfissviðs dags. 13. nóvember 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Tónahvarf. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

Almenn erindi

8.25112128 - Háahvarf 2-4. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar arkitekts dags. 20. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2-4 við Háahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 25 í 30. Byggingarreitir, hæðir og byggingarmagn helst óbreytt. Skýringar dags. 19. nóvember 2025.
Neikvætt, samræmist ekki Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.

Almenn erindi

9.25112329 - Dalvegur 10-14. LED skilti. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Mardísar Möllu Andersen byggingarfræðings dags. 24. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10-14 við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heimilt verði að koma fyrir LED skilti á suðurhlið hússins. Skiltið yrði 8 m á breidd og 6,9 m á hæð og yrði staðsett 16 m frá vesturhlið hússins, 4 m frá jörðu og 0,6 m frá þakbrún.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

10.25111110 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Hallar og nágrenni. Lýsing.

Lögð fram umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dags. 13. nóvember 2025 um skipulagslýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 fyrir landnotkun og þróun byggðar í Höllum í Úlfarsárdal.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

Fundi slitið - kl. 14:25.