Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

36. fundur 08. desember 2025 kl. 13:00 - 14:30 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Andrea Kristinsdóttir, Brynja Guðnadóttir, Freyr Snorrason og Kristjana H. Kristjánsdóttir.

Almenn erindi

1.2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Á fundi bæjarstjórnar þann 14. október 2025 var samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar dags. 12. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 23. október til 8. desember 2025. Lögð er fram tillaga að framlengdum kynningartíma til og með 15. janúar 2025.
Samþykkt að framlengja kynningartíma tillögunnar til 15. janúar 2026 með vísan til heimilda skipulagsfulltrúa skv. 5. tl. 3. gr. í viðauka IV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

2.25101045 - Dalvegur 24. Umsagnarbeiðni um geymslustað ökutækja

Lagt fram að nýju erindi samgöngustofu dags. 10. október 2025 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um starfsleyfi. Ökutækjaleigan CAR BROTHER ehf. óskar eftir geymslustað fyrir þrjú ökutæki við Dalveg 24. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 3. desember 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2025, samþykkt.

Almenn erindi

3.2510161 - Ögurhvarf 1. LED auglýsingaskilti. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Handknattleiksfélags Kópavogs er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir 7,8 m háu stálmastri með tveimur 5,8*3,8 LED auglýsingaskiltum á bæjarlandi við Ögurhvarf 1. Uppdrættir og skýringar dags. 7. febrúar 2023, uppfært 31. janúar 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 8. desember 2025.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. desember 2025.

Almenn erindi

4.25062107 - Skemmuvegur 46. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfullrúa dags. 24. október 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristins Más Þorsteinssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 46 við Skemmuveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 258 m² viðbyggingu. Uppdrættir dags. í janúar 2023, uppfærðir í júlí 2024 og desember 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði dags. 8 desember 2025 og uppfærðum uppdráttum dags. í janúar 2023, uppfærðir í júlí 2024 og í desember 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 6, 8, 10A, 10B, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 34A, 36, 38, 40, 42 og 44 við Skemmuveg (bleik gata). Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

5.25103362 - Skógarlind 1. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar arkitekts dags. 31. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skógarlind um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Kópavogs. Spurst er fyrir um tvær tillögur að breytingunum en báðar gera þær ráð fyrir íbúðum, verslunum og þjónustu ásamt bílakjallara. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

6.2509227 - Hraunbraut 8. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 29. ágúst 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Björns Guðbranssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Hraunbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi fyrir 18,7 m² geymsluskúr norðan við núverandi hús. Uppdrættir dags. 12. ágúst 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 5. september 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 8. desember 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn hagsmunaaðilum að Hraunbraut 6 og 10 og Kársnesbraut 17 og 19. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

7.25103391 - Askalind 2. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 31. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Askalind um að byggja auka hæð ofan á núverandi verslunarhúsnæði á lóðinni. Uppdrættir dags. 23. október 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 8. desember 2025.
Með vísan til umsagnar dags. 8 desember 2025 eru ekki gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

8.2511413 - Huldubraut 1. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Magnúsar Jenssonar arkitekts dags. 6. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Huldubraut um fjölgun íbúða á lóðinni. Á lóðinni er 188,8 m² einbýlishús ásamt 28,3 m² stakstæðum bílskúr. Á embættisafgreiðslufundi þann 10. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 8. desember 2025.
Ekki er gerð athugasemd við að sótt verði um byggingarleyfi í samræmi við erindið. Byggingarleyfisumsóknin verður grenndarkynnt, berist hún.

Almenn erindi

9.25112621 - Hlíðarhvarf 17. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. nóvember 2025 um byggingarleyfisumsókn fyrir lóðina nr. 17 við Hlíðarhvarf. Sótt er um að byggja 283 m² einbýlishús á lóðinni. Þá er einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember 2025 samþykkt. Vísað til fullnaðarafgeiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

10.2512205 - Hæðarhvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Hæðarhvarf dags. 1. desember 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn fyrir B rými. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,44 í 0,49. Uppdrættir dags. 29. nóvember 2025 og skráningartafla ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

11.2511765 - Brekkuhvarf 5. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf dags. 10. nóvember 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. uppskipting lóðarinnar í tvær einbýlishúsalóðir, sbr. fyrri fyrirspurn dags. 26. maí 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

12.25112620 - Smáratorg 3. LED skilti. Byggingarleyfisumsókn. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 21. nóvember 2025 um byggingarleyfisumsókn fyrir lóðina nr. 3 við Smáratorg. Sótt er um að koma fyrir 25 m² LED skilti/auglýsingaskjá með birtuskynjara á norðurgafli 2. hæðar.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

13.25112716 - Hamraborg 36. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 36 við Hamraborg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að koma fyrir svalalokun á íbúð 204.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 14:30.