Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

37. fundur 22. desember 2025 kl. 13:00 - 14:12 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.25111111 - Kópavogsbraut 20. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 7. nóvember 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Gests Ólafssonar Arkitekts er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja gróðurhús við núverandi íbúðarhús og viðbyggingu við bifreiðageymslu, samtals 230 m². Uppdrættir dags. 15. apríl 2025, uppfærðir 25. september 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 22. desember 2025.
Samþykkt með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum á lóðum nr. 9, 11, 18 og 22 við Kópavogsbraut ásamt nr. 20, 22, 24 og 26 við Meðalbraut.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.2512205 - Hæðarhvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Hæðarhvarf dags. 1. desember 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns 32,1 m2 vegna útbygginga yfir svölum, B-rými. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,44 í 0,49. Uppdrættir dags. 29. nóvember 2025 og skráningartafla ódags. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 8. desember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vísað til skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

3.25121202 - Heiðarhvarf 1-3 og 9-11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Vals Þórs Sigurðssonar byggingarfræðings dags. 10. desember 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-3 og 9-11 við Heiðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveggja hæða parhúsum á lóðunum. Í breytingunni felst að húsin á lóðunum verði á einni hæð. Einnig er lögð fram umsögn dags. 17. desember 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2025.

Almenn erindi

4.25121767 - Urðarhvarf 16. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Framvkæmdasýslunnar - Ríkiseigna dags. 12. desember 2025 þar sem spurst er fyrir um hvort heimilað verði að breyta landnotkun fyrir lóðina nr. 16 við Urðarhvarf. Lóðin er á verslunar- og þjónustusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, óskað er eftir að skilgreind landnotkun skv. aðalskipulagi verði samfélagsþjónusta.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

5.25121701 - Hafnarbraut 17-23. Svæði 9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 12. desember 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar, svæði 9, fyrir lóðirnar nr. 17-19 og 20-23 við Hafnarbraut. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreits bílakjallara, samtals um 140 m2 á báðum lóðunum til samræmis við ytri byggingarreit ofanjarðar, breyting á byggingarreit efstu hæðar í á lóð nr. 20-23 í samræmi við byggingarreit efstu hæðar á lóð nr. 17-20, stækkun á báðum lóðum, nýir almennir göngustígar gerðir innan lóða, fyrirkomulag bílastæða ofanjarðar breytist og komið er fyrir samsíða bílastæðum meðfram Hafnarbraut. Heildarfjöldi bílastæða á báðum lóðunum eykst úr 112 í 113 bílastæði. Lóð nr. 17-19 stækkar úr 2.515 m² í 2.961 m² og lóð nr. 20-23 stækkar úr 2.412m² í 2.777m². Uppdráttur dags. 12. desember 2025.
Samþykkt með vísan til 8. tl. 3. gr. í viðauka IV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

6.25121660 - Hjallabrekka 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Adrians Sölva Ingimundarsonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Hjallabrekku dags. 16. desember 2025 um breytta skráningu efri hæðar hússins á lóðinni úr gistiheimili í íbúðarhúsnæði. Einnig er spurst fyrir um hvort heimilað verði að reisa íbúðarhús á þremur hæðum í stað núverandi húss á lóðinni.

Fyrirspurninni fylgir greinargerð og skýringarmyndir ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

7.25121726 - Laufbrekka 3. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 5. desember 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 3 við Laufbrekku er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 11 m² geymslu undir stigapalli. Uppdrættir dags. 19. nóvember 2015 breytt 30. ágúst 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Fundi slitið - kl. 14:12.