Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

38. fundur 12. janúar 2026 kl. 14:00 - 14:56 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Andrea Kristinsdóttir, Freyr Snorrason og Ester Anna Ármannsdóttir.

Almenn erindi

1.25121767 - Urðarhvarf 16. Fyrirspurn.

Lagt fram erindi Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna dags. 12. desember 2025 þar sem spurst er fyrir um hvort heimilað verði að breyta landnotkun fyrir lóðina nr. 16 við Urðarhvarf. Lóðin er á verslunar- og þjónustusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, óskað er eftir að skilgreind landnotkun skv. aðalskipulagi verði samfélagsþjónusta. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. desember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vísað til um skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

2.2510157 - Skemmuvegur 4A. LED auglýsingaskilti. Umsagnarbeiðni.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 26. september 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Handknattleiksfélags Kópavogs er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Sótt er um leyfi að gera breytingu á vesturhlið flettiskiltis á 5,8*3,8 LED á bæjarlandi við Skemmuveg 4A. Uppdrættir og skýringar dags. 29. janúar 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 12. janúar 2026.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2026.

Almenn erindi

3.25112329 - Dalvegur 10-14. LED skilti. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Mardísar Möllu Andersen byggingarfræðings dags. 24. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10-14 við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heimilt verði að koma fyrir LED skilti á suðurhlið hússins. Gert er ráð fyrir skilti sem yrði 8 m á breidd og 6,9 m á hæð og yrði staðsett 16 m frá vesturhlið hússins, 4 m frá jörðu og 0,6 m frá þakbrún. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24. nóvember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 12. janúar 2026.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2025.

Almenn erindi

4.25101455 - Langabrekka 15. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Halldórssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Löngubrekku sem var vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta núverandi geymslu innan bílskúrs í vinnustofu með baðherbergi. Uppdrættir dags. 3. desember 2024. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 21. nóvember til 9. janúar 2026, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 4.tl. 3. gr. í viðauka lV við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til fullnaðarafgeiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

5.2601198 - Bæjarlind 12. Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa.

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. desember 2025 vegna byggingarleyfisumsóknar Birgis Þrastar Jóhannessonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Bæjarlind. Sótt er um að gera breytingar á innra skipulagi 2. hæðar (jarðhæð Bæjarlindarmegin) og breyta notkuninni úr verslunarrými í skrifstofur og starfsmannaaðstöður. Uppdrættir dags. 21. nóvember 2025.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

Almenn erindi

6.25121726 - Laufbrekka 3. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 5. desember 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Jóns Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 3 við Laufbrekku er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að byggja 11 m² geymslu undir stigapalli. Uppdrættir dags. 19. nóvember 2015 breytt 30. ágúst 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 22. desember 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 12. janúar 2026.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem umsóknin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

7.2601187 - Kópavogsbraut 105. Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa.

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. desember 2025 vegna byggingarleyfisumsóknar Jóns M. Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 105 við Kópavogsbraut. Sótt er um 55 m² bílgeymslu og 31 m² svalir norðvestanmegin við núverandi hús. Uppdrættir dags. 3. desember 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

8.2601197 - Turnahvarf 2-4. Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa.

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. desember 2025 vegna byggingarleyfisumsóknar Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2-4 við Turnahvarf. Sótt er um að gera breytingar á innra skipulagi og að gera stoðvegg með girðingu ofan á á lóðarmörkum við Turnahvarf 2. Uppdrættir dags. 28. október 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

9.2601199 - Holtagerði 49. Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa.

Lögð fram umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 19. desember 2025 vegna byggingarleyfisumsóknar Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 49 við Holtagerði. Sótt er um leyfi til að byggja 48 m² viðbyggingu sunnanmegin við núverandi hús. Uppdrættir dags. 24. nóvember 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

10.2601115 - Bakkabraut 12. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Bakkabraut dags. 3. janúar 2026 um að fjarlægja núverandi iðnaðarhurð á rými 0108 á jarðhæð og setja hennar í stað glugga og inngangshurð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

11.25121241 - Dalvegur 28. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Halls Kristmundssonar byggingarfræðings dags. 11. desember 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 28 við Dalveg. Á lóðinni er 843,9 m² iðnaðarhús, þar af er 446 m² endurvinnslustöð. Spurst er fyrir um álit skipulagsfulltrúa um stækkun endurvinnslustöðvar um 10-15 m² og stækkun byggingarreits.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Almenn erindi

12.2601480 - Hvannhólmi 12. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Hvammhólma um 38,2 m² viðbyggingu austanmegin við núverandi bílgeymslu. Uppdrættir ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 14:56.