Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Einars V. Tryggvasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Heiðarhjalla 7. Í breytingunni felst að stækka herbergi á 1. hæð hússins um 23,4 m2 svo það nái yfir þak á bílgeymslu á jarðhæð. Húsið er skráð 268,3 m2 en eftir breytingu verður það 291,7 m2. Uppdráttur í mkv. 1:000 dags. 12. apríl 2019 ásamt skýringarmyndum. á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Heiðarhjalla 1, 2, 3, 4, 5 og 9. Athugasemdafresti lauk 26. júní 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.