Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra

3. fundur 28. júní 2019 kl. 10:00 - 10:30 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe arkitekt
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

Afgreiðsla skipulagsstjóra

1.1905867 - Borgarholtsbraut 40. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Borgarholtsbrautar 40 dags. 29. maí 2019 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og fá auka bílastæði fyrir hjólhýsi á lóð framan við húsið.
Frestað. Vísað til skipulagsráðs.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

2.1906501 - Dalaþing 17. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi Aðalsteins Scheving dags. 23. júní 2019 þar sem óskað er eftir fjölgun bílastæða á lóð sbr. uppdrætti og ljósmyndir.
Samþykkt enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

3.1905868 - Kleifakór 13. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Kleifakórs 13 dags. 29. maí 2019 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir 3 nýjum bílastæðum á lóðinni þannig að þeim fjölgi úr þremur í sex.
Samþykkt enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd að fullu greiddur af lóðarhafa.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

4.1906559 - Fróðaþing 21. Stækkun byggingarreitar og hækkun mænishæðar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Torfa Birkis Jóhannssonar dags. 26.júní 2019 þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit til norðurs sem nemur um 3 m2 og hækka mænishæð fyrirhugaðs húss um 30 sm sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 21. júní 2019. Samþykki lóðarhafa Fróðaþing 19 og 23 liggur fyrir sbr. erindi dags. 21. júní 2019.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

5.1809231 - Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Tónahvarf 3. Í breytingunnin felast að byggð er 466 m2 inndreginn þakhæð á núverandi hús. Hámarksvegghæð verður 10 metrar frá aðkomuhæði við Tónahvarf og 15.5 metrar frá kjallara. Aðkoma breytist ekki en fjöldi bílastæða eykst um 3 stæði miðað við að 22 stæði verið fyrir kjallara sem er 2.234 m2 að stærð, og 53 stæði fyrir skrifstofur sem eru alls 2.659 m2 að stærð. Uppdráttur í mkv. 1:1000
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 2, 4, 5, 6 og 8. Kynningartíma lauk 28. júní 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Tillagan lögð fram að nýju að lokinni kynningu. Ennfremur lagt fram erindi Ragnars Magnússonar, byggingarfræðings fh. lóðarhafa dags. 27. júní 2019 þar sem fram kemur að kynnt tillaga að inndreginni þakhæð ofan á aðalbyggingu Tónahvarf 3 er dregin til baka.
Lagt fram.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

6.1905371 - Heiðarhjalli 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Einars V. Tryggvasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Heiðarhjalla 7. Í breytingunni felst að stækka herbergi á 1. hæð hússins um 23,4 m2 svo það nái yfir þak á bílgeymslu á jarðhæð. Húsið er skráð 268,3 m2 en eftir breytingu verður það 291,7 m2. Uppdráttur í mkv. 1:000 dags. 12. apríl 2019 ásamt skýringarmyndum. á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Heiðarhjalla 1, 2, 3, 4, 5 og 9. Athugasemdafresti lauk 26. júní 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

7.1904817 - Víðihvammur 2. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Þorsteins Helgasonar arkitekts dags. 15. apríl 2019 fh. lóðarhafa að Víðihvammi 2 þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka húsið um 1,12 m, stækka forstofu um 4,5 m2 og koma fyrir nýjum stiga á milli hæða ásamt nýjum svölum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. apríl 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 1, 3, 4, Lindarhvamms 3 og 5 og Fífuhvamms 9 og 11. Kynningartíma lauk 9. júní 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.