Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra

4. fundur 07. ágúst 2020 kl. 10:00 - 11:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir Ritari
Dagskrá

Afgreiðsla skipulagsstjóra

1.2005174 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 7. maí 2020 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. íbúðunum fylgja 11 bílastæði. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Á fundi skipulagsráðs 16. júní 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 31. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

2.1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum teikningum var gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla skúrþaki, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti var ekki framkvæmdur. Með viðbyggingunni stækkar íbúð á efri hæð hússins en íbúð á neðri hæð breytist ekki. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 20, 22, 29, 33, Lyngheiði 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

3.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3, Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 27. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingardeilar.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

4.2008124 - Álmakór 9b. Ósk um stækkun lóðar.

Lagt fram erindi lóðarhafa Álmakórs 9b þar sem óskað er eftir að stækka lóðina um 4. metra til suðurs inn á bæjarland.
Erindi hafnað. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir leiksvæði á bæjarlandi auk þess sem stækkun lóðar er fordæmisgefandi fyrir nærliggjandi byggð.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

5.2007804 - Víðigrund 21. Stækkun á byggingarreit. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Hafstað dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 21. Í fyrirspurninni er óskað eftir leyfi til að stækka byggingarreit fyrirhugaðrar bílgeymslu og kjallara um 2. metra til suðurs. Við þetta lengist bílskúrinn og grunnflötur stækkar um 7 m2, úr 25m2 í 32m2 og heildar gólfflötur með kjallara verður 64m2.
Embætti skipulagsstjóra lítur jákvætt á að tillaga að deiliskipulagi verði unnin áfram. Taka skal fram að fyrirhuguð bílgeymsla þarf að vera að öllu leyti innan lóðamarka.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

6.2007805 - Víðigrund 35. Stækkun á byggingarreit. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Hafstað dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 35. Í fyrirspurninni er óskað eftir leyfi til að stækka byggingarreit fyrirhugaðrar bílgeymslu og kjallara um 2. metra til suðurs. Við þetta lengist bílskúrinn og grunnflötur stækkar um 7 m2, úr 25m2 í 32m2. Auk þess er gert ráð fyrir að kjallari bílgeymslunar stækki um 13,3 m2.
Embætti skipulagsstjóra lítur jákvætt á að tillaga að deiliskipulagi verði unnin áfram.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

7.2008080 - Haukalind 12. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 12 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og færa ljósastaur nær lóðarmörkum Haukalindar 10 til að koma fyrir auka bílastæði framan við húsið.
Embætti skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd greidd af lóðarhafa.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

8.2008079 - Lómasalir 33. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Lómasala 33 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir auka bílastæði framan við húsið.
Embætti skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd greidd af lóðarhafa.

Fundi slitið - kl. 11:00.