Félagsmálaráð

1417. fundur 20. september 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónusutdeildar aldraðra
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir yfirmaður húsnæðisdeildar
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra
  • Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Áður en fundur hófst fór félagsmálaráð í vettvangsferð til Reykjavíkur þar sem skoðuð voru úrræði fyrir utangarðsfólk og rætt við fagfólk á þeim vettvangi.

1.1601138 - Teymisfundir 36 og 37

Lagt fram.

Fram kom að starfsmenn velferðarsviðs leggja aukna áherslu á að aðstoða einstaklinga sem verið hafa á fjárhagsaðstoð til lengri tíma.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

129. úthlutunarfundur og greinargerð
Lagt fram.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.16041198 - Tekju- og eignaviðmið í stigakerfi félagslegra leiguíbúða

Lögð var fram reglugerð nr. 742/2016 um breytingu á reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga, félaga eða félagasamtaka sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði nr. 1042/2013, með síðari breytingum.
Lagt fram.

Félagsmálaráð fól sviðsstjóra að afla skýringa velferðarráðuneytis á framlagðri reglugerð.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1609807 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Undirbúningur að samstarfi.

Greint var frá undirbúningi samstarfs við nýja aðila í ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Arnþór Sigurðsson mætti til fundar kl. 16:31.

5.1609818 - Velferðarsvið. Milliuppgjör.

Sjö mánaða uppgjör lagt fram.
Atli Sturluson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.16082183 - Reglur um félagslega heimaþjónustu.

Lögð fram tillaga að breytingum á 2. grein reglna.
Samþykkt var að breyta 2. gr. reglna um félagslega heimaþjónustu.

Fundi slitið.