Félagsmálaráð

1412. fundur 06. júní 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir yfirmaður húsnæðisdeildar
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Félagsmálaráð fagnar framlögðum drögum að framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum.

Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í framkvæmdaáætlun jafnréttis- og mannréttindaráðs er ekki tekið á brottfalli minnihlutahópa s.s. hinsegin ungmenna og barna af erlendum uppruna úr íþróttastarfi. Ljóst er að þessir hópar verða fyrir fordómum við íþróttaiðkun og mikil þörf er á að bregðast við með raunhæfum aðgerðum. Kópavogsbær getur stutt við íþróttafélögin með markvissri fræðslu til þjálfara og annarra aðstandenda íþróttafélaganna um málefni hinsegin ungmenna og ungmenna af erlendum uppruna."

Félagsmálaráð tók samhljóða undir bókun Kristínar.
Ennfremur vill félagsmálaráð beina því til jafnréttis- og mannréttindanefndar að sjálfstyrkingarnámskeið þau sem lögð eru til fyrir 13-16 ára stúlkur verði gerð aðgengileg öllum unglingum.

2.1605478 - Áfrýjun vegna synjunar á stuðningsþjónustu

Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð ályktar að mikil þörf er á því að bæta fjármagni í þjónustu við fatlað fólk og mælst er til þess að bæjarstjórn hafi það ofarlega í huga við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

3.1601138 - Teymisfundir 21 og 22

Lagt fram.

4.16051336 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.

5.1603634 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2016

Lögð voru fram svör við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi ráðsins þann 2. maí sl. sem og tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.

Starfsmönnum var falið að útfæra breytingar á 30.gr. í samræmi við umræður fundar. Að öðru leyti samþykkti félagsmálaráð framlagðar breytingatillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Lagðar voru fram fundargerð 127. úthlutunarfundar og greinargerðir.

7.1411040 - Stöðuyfirlit maí 2016

Lagt fram.

Karen E. Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: "Óska eftir tölfræði síðustu 12 mánaða um seldar máltíðir í þjónustumiðstöðvum aldraðra. Einnig að dregið verði frá þeim tölum fjöldi þeirra sem eru í dagvistun í Boðanum. Einnig fá yfirlit um ábendingar um ánægju eða óánægju um gæði þjónustunnar sem veitt er."

8.1502379 - Málefni ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Óskað er eftir greinargerð um möguleika þess að breyta akstursþjónustu fyrir fatlaða og gera hana sveigjanlegri með einstaklingsbundnum leigubílaakstri."
Ráðið tók undir bókunina.

Fundi slitið.