Fundinn sátu:
-
Gunnsteinn Sigurðsson
formaður
-
Kristín Sævarsdóttir
aðalfulltrúi
-
Sverrir Óskarsson
aðalfulltrúi
-
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
áheyrnarfulltrúi
-
Guðbjörg Sveinsdóttir
varafulltrúi
-
Karen Elísabet Halldórsdóttir
aðalfulltrúi
-
Helga Sigrún Harðardóttir
aðalfulltrúi
-
Ragnheiður S Dagsdóttir
aðalfulltrúi
-
Anna Klara Georgsdóttir
verkefnastjóri
-
Rannveig María Þorsteinsdóttir
yfirmaður húsnæðisdeildar
Fundargerð ritaði:
Anna Klara Georgsdóttir
verkefnastjóri velferðarsviðs
Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í framkvæmdaáætlun jafnréttis- og mannréttindaráðs er ekki tekið á brottfalli minnihlutahópa s.s. hinsegin ungmenna og barna af erlendum uppruna úr íþróttastarfi. Ljóst er að þessir hópar verða fyrir fordómum við íþróttaiðkun og mikil þörf er á að bregðast við með raunhæfum aðgerðum. Kópavogsbær getur stutt við íþróttafélögin með markvissri fræðslu til þjálfara og annarra aðstandenda íþróttafélaganna um málefni hinsegin ungmenna og ungmenna af erlendum uppruna."
Félagsmálaráð tók samhljóða undir bókun Kristínar.
Ennfremur vill félagsmálaráð beina því til jafnréttis- og mannréttindanefndar að sjálfstyrkingarnámskeið þau sem lögð eru til fyrir 13-16 ára stúlkur verði gerð aðgengileg öllum unglingum.