Félagsmálaráð

1350. fundur 07. maí 2013 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurjón Örn Þórsson formaður
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Haukur Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1301078 - Teymisfundir 2013

Lagt fram.

 

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi í ráðgjafa og íbúðadeild sat fundinn undir þessum lið.

2.1304047 - Meint brot á ákvæðum um húsaleigusamning.

Lagt fram til upplýsingar.

 

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi í ráðgjafa og íbúðadeild sat fundinn undir þessum lið.

3.1304052 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Endurskoðun mars 2013

Óskað var eftir kostnaðarmati á síðasta fundi.

Félagsmálaráð óskar eftir frekari kostnaðarútreikningum. 

 

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi í ráðgjafa og íbúðadeild sat fundinn undir þessum lið.

4.1304477 - Stuðningsfjölskylda. Umsókn um leyfi

Félagsmálaráð samþykkir að veita leyfi. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

5.1304538 - Umsókn um starfsleyfi vegna NPA

Félagsmálaráð vekur athygli á því að umsókn um notendastýrða persónulega aðstoð liggur ekki fyrir fundinum en ráðið bendir á að miðað við fyrirliggjandi gögn uppfyllir viðkomandi einstaklingur ekki skilyrði fyrir þjónustu NPA með vísun í 2. mgr. 1. gr. reglna Kópavogsbæjar um notendastýrða persónulega aðstoð.

 

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

"Undirritaður treystir sér ekki til að taka afstöðu til umsóknar um starfsleyfi þar sem ekki liggur fyrir umsókn á fundinum um NPA frá einstaklingnum sjálfum.

Sverrir Óskarsson"

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

6.1305025 - Endurmat á faglegum og fjárhagslegum forsendum yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks

Lagt fram til kynningar.

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

7.1305149 - Greinargerð verktaka ferðaþjónustu

Félagsmálaráð felur formanni að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:30.