Félagsmálaráð

1381. fundur 01. desember 2014 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1401261 - Teymisfundir 2014

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1411298 - Yfirlit yfir fjárhagsaðstoð jan-okt 2014

Lagt fram til kynningar.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1411456 - Umsagnarmál - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkir umsóknina. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1411331 - Dómur í máli E-509/2014

Lagt fram til upplýsingar og umræðu.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1411489 - Þjónustusamningur, Ás styrktarfélag

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti endurnýjun á samningi um rekstur heimilisins Kastalagerðis til ársins 2020.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1411269 - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölsk

Sviðsstjóra falið að ganga frá jákvæðri umsögn.

7.1411470 - Áfallateymi

Lögð fram tillaga um stofnun áfallateyma í Kópavogi.
Félagsmálaráð fagnar tillögunni.

8.1411471 - Fjölsmiðjan. Úttekt og skipulag

Lagt fram.

9.1411040 - Óskir um efni á fund

Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, Matthías Imsland og Arnþór Sigurðsson bóka eftirfarandi:
"Fulltrúar minnihlutans óska eftir kynningu á drögum að fjárhagsáætlun velferðarsviðs áður en tekin verður endanleg ákvörðun um hana."

Gert var hlé á fundi kl.18:18 og hófst hann aftur kl.18:31.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar bóka að fjárhagsáætlun hefur verið lögð fram og fyrri umræða hefur farið fram um hana. Við undirrituð sjáum ekki ástæðu til að kalla eftir sérstakri umræðu um fjárhagsáætlun í félagsmálaráði á þessum tímapunkti.
Gunnsteinn Sigurðsson, Ragnheiður S. Dagsdóttir, Vilhjálmur Einarsson og Rannveig Bjarnadóttir"

Gert var hlé á fundi til kl.18:40.

Fulltrúar minnihlutans bóka:
"Engin kynning á fjárhagsáætlun 2015 hefur farið fram í félagsmálaráði. Við undirrituð furðum okkur á leyndarhyggjunni og köllum eftir opnari og gagnsærri stjórnsýslu. Við ítrekum ósk okkar um kynningu."

Fundarhlé gert frá kl. 18:43 til kl. 18:48.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir fjárhagsárið 2015 fór fram 11. nóvember á opnum bæjarstjórnarfundi og öll gögn eru aðgengileg á heimasíðu bæjarins."

Fundi slitið.