Félagsmálaráð

1301. fundur 01. febrúar 2011 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Lögfræðingur Velferðasviðs
Dagskrá

1.909415 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók. 

 

Anna Eygló Karlsdóttur yfirmaður barnaverndar og Ragnheiður Guðmundsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

2.11011054 - Úrræði í unglingamálum. Umræður

Anna Eygló Karlsdóttir yfirmaður barnaverndar fer yfir stöðu Unglingasmiðjunnar í Kópavogi.

Anna Eygló Karlsdóttur yfirmaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu Unglingasmiðjunnar. Anna Eygló mun gera félagsmálaráði nánari grein fyrir stöðu úrræðisins og tillögum um framtíð þess á næsta fundi. Félagsmálaráðfelur yfirmanni barnaverndar jafnframt að skila minnisblaði um stöðu unglingamála í Kópavogi og yfirlit yfir úrræði fyrir unglinga í sveitarfélaginu sem og á landsvísu.  

3.1101462 - Fundargerðir teymisfunda 2011

Lagðar fram fundargerðir teymisfunda þann 19. og 26. janúar 2011.

Fært í trúnaðarbók. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður íbúða- og ráðgjafadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

4.1101926 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður íbúða- og ráðgjafadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

5.11011037 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók. 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður íbúða- og ráðgjafadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

6.11011017 - Hópstjóri. Virkni til þátttöku

Farið yfir tilraunaverkefni sem starfrækt var sl. vor og fólst í því að hóp fólks sem þegið hafði framfærslu frá sveitarfélaginu var boðin vinna undir handleiðslu hópstjóra.

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður íbúða- og ráðgjafadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.  Mættu fóru yfir reynsluna af verkefninu árið 2010.  Helmingur af þáttakendum fóru út á vinnumarkað eftir átaksverkefnið.  Kostnaður við hópstjóra greiðist af Vinnumálastofnun en Kópavogsbær skapar verkefni fyrir hópinn.  Fram kemur að verkefnið felur ekki í sér kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið.  Félagsmálaráð felst á  og hvetur til þess verkefnið verði tekið upp að nýju um leið og samkomulag tekst um framkvæmd þess.

7.11011057 - Framfærslugrunnur fjárhagsaðstoðar.

Tillaga liggur fyrir um að framfærslugrunnur fjárhagsaðstoðar verði hækkaður í kr. 135.000

Félagsmálaráð samþykkir hækkun fjárhagsaðstoðar í kr. 135.000 frá og með 1. febrúar 2011 sbr. afgreiðslu fjárhagsáætlunar Kópavogs 2011.

Umræðu um aukna einstaklingsaðstoð í samræmi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar er frestað.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður íbúða- og ráðgjafadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

8.11011033 - Áfrýjun. Liðveisla

Fært í trúnaðarbók.  

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

9.1005076 - Ferðaþjónusta fatlaðra - útboð

Lögð fram til kynningar drög að útboðsgögnum vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Kópavogi

Félagsmálaráð fór yfir fyrirliggjandi drög og gerir ekki athugasemdir við þau fyrir sitt leyti en telur of snemmt að leita útboðs þar sem endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu er ekki lokið.  Félagsmálaráð óskar eftir yfirliti um ferðaþjónustuna sem bókað var um á síðasta fundi fyrir næsta fund.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:15.