Félagsmálaráð

1318. fundur 01. nóvember 2011 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1101462 - Fundargerðir teymisfunda 2011

Fundargerðir frá 19. og 26. október.

Lagt fram.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

2.1110302 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Anna María Valdimarsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

3.1110385 - Biðlistar eftir búsetu fyrir fatlað fólk

Lagt fram til kynningar. 

 

Guðlaug Óska Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

4.1109212 - Heimkeyrsla á mat

Samningur við Skútuna um akstur.

Lagt fram til kynningar.

5.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Áfangaskýrsla framkvæmdahóps um útboðsmál, innkaup, mannauðs- og launaráðgjöf, upplýsingakefi v. mannauðsmála og tölvuþjónustu. Bæjarráð óskar eftir umfjöllun í félagsmálaráði.

Frestað.

6.1110407 - Umsókn frá Kvennaathvarfinu um rekstrarstyrk fyrir árið 2012

Samþykkt.

7.907157 - Tölulegar upplýsingar frá Félagsþjónustu um stöðu mála, mánaðarlegar skýrslur

Yfirlit september

Lagt fram.

8.1111025 - Styrkveitingar félagsmálaráðs. Óskað upplýsinga

Félagsmálaráð óskar eftir yfirliti yfir styrkveitingar til frjálsra félagasamtaka síðastliðin 4 ár.

9.1111026 - Fasteignir í málaflokki fatlaðs fólks. Fyrirspurn

Fulltúar Sjálfstæðisflokks, óska eftir skýringum á því hvers vegna kaup á þessum fasteignum (sjá meðfylgjandi bókun í bæjarráði þann 27.10.2011)

,, Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna um kaup á fasteignunum við Vallargerði 26, Marbakkabraut 14, Hrauntungu 54, Kársnesbraut 110 og Dimmuhvarf 2“

hafa ekki verið kynnt félagsmálaráði?

Karen E Halldórsdóttir og Kjartan Sigurgeirsson

Formaður bendir á að fasteignakaup falli undir framkvæmdaráð en auðvitað megi hafa um þau samráð við félagsmálaráð.

10.1111027 - Fundarboð félagsmálaráðs. Bókun

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja lýsa yfir óánægju sinni með fundarboð þann 25 október síðastliðinn. Í fundarboð var tilgreint að fundurinn myndi standa yfir í um 60 mín frá kl 15, enda átti bæjarstjórnarfundur að hefjast kl 16 og því ekki hægt að funda eftir þann tíma. Félagsmálaráð hefur á sínu forræði afar mikilvæga málaflokka og því finnst okkur að fyrirframgefa tíma þann sem fulltrúar eiga að afgreiða mál vera slæm stjórnsýsla."

Karen E. Halldórsdóttir og  Kjartan Sigurgeirsson

11.1111028 - Skjólbraut. Bókun

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja bóka að eignin Borgarholtsbraut 51 hefur verið seld á 35,5 milljónir. Sjá meðf. kaupsamning. Við lýsum furðu okkar við aðferðarfræði ráðuneytis við þessa sölu. Eignin var fyrst sett í opið útboð þar sem að hæsta boð var rúmar 29 milljónir, sem síðar var dregið til baka. Eignin er svo síðar seld hjá Fasteignasölu.

Samkvæmt frétt frá Kópavogsbæ lét Framkvæmdasj. fatlaðra, alls 27 milljónir króna fylgja flutningnum frá Borgarholtsbraut. Áætlaður kostnaður var 38,4 milljónir við flutning og endurbætur, en er endurreiknaður í dag 45.6 milljónir. Endurgr. vsk er áætl. 3.8 milljón. Við yfirtöku málefna fatlaðs fólks, var skýrt markmið að sveitafélög ættu ekki að bera skarðan hlut frá borði vegna þessarar yfirtöku, né átti þjónustan að versna. Nú þegar hafa komið fram nokkur dæmi þess að fjárhæðir sem eiga að fylgja yfirfærslunni muni láta á sér standa eða jafnvel ekki fylgja. Ljóst er að Kópavogsbær á hættu á að tapa verulegum fjárhæðum vegna þessa einstaka tilfellis.

Karen E. Halldórsdóttir og Kjartan Sigurgeirsson

Formaður óskar eftir að bókun Sjálfstæðisflokks verði send til velferðaráðuneytisins með ósk um skýringar.

Fundi slitið - kl. 17:30.