Félagsmálaráð

1393. fundur 01. júní 2015 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1501155 - Teymisfundir 20 og 21

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Úthlutun og greinargerð
Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1409107 - Úttekt á starfsemi hæfingarstöðva

Lagt fram til kynningar.
Framvinduskýrsla lögð fram til kynningar.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1505746 - Umsagnamál - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1505749 - Umsagnamál - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1106479 - Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi 2011-2016. Verksamningur

Hlé var gert á fundi kl. 17:34.
Fundi fram haldið kl. 17:40.
Fulltrúar meirihluta samþykktu framlengingu á samningi við Fer ehf en fulltrúar minnihluta kusu gegn henni.
Matthías Páll Imsland bókaði: "Það liggur ekki fyrir könnun hjá þjónustuþegum um ánægju með þjónustuna sem og um gæði hennar. Gögn eru að mínu mati ekki nægjanlega góð til að hægt sé að framlengja samningi við Fer ehf. án útboðs, löngu áður en frestur til að framlengja samninginn rennur út."
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna tóku undir bókun Matthíasar og bættu við eftirfarandi: "Ákvörðun um áframhaldandi fyrirkomulag í Kópavogi væri tekin með mun upplýstari hætti ef skýrari mynd væri til staðar um stöðu mála hér og í nágrannasveitarfélögunum í samstarfi þeirra við Strætó. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir."
Fulltrúar meirihluta bókuðu: "Fyrirtækið Fer ehf. hefur annast um akstursþjónustu á vegum bæjarfélagsins í yfir tuttugu ár. Akstursþjónusta er viðkvæm, almennt umdeild og erfið í framkvæmd. Velferðarsvið Kópavogs hefur jafnan haft góða reynslu af fyrirtækinu Fer, þar sem ríkt hefur gott samstarf og traust. Við byggjum ákvörðun okkar á skýrslu velferðarsviðs og þeim upplýsingum sem fram hafa komið á fundum. Gunnsteinn Sigurðsson, Rannveig Bjarnadóttir og Vilhjálmur Einarsson."
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1505738 - Milliuppgjör velferðarsviðs janúar-apríl 2015

Lagt fram.
Atli Sturluson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Vilhjálmur Einarsson fór af fundi kl. 17:55.

8.1503500 - Málefni fatlaðra í Kópavogi

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar lögðu fram eftirfarandi ályktun:
"Við undirrituð leggjum til að á fyrsta fundi ráðsins n.k. haust hefjist vinna við stefnumótun í þjónustu við fatlað fólk í Kópavogi með samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Matthías Páll Imsland, Guðbjörg Sveinsdóttir og Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir."

Fundi slitið.