Félagsmálaráð

1404. fundur 01. febrúar 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1408112 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Staða mála og nýjungar í þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra
Svanhildur Þengilsdóttir deildarstjóri og Harpa Ýr Erlendsdóttir iðjuþjálfi kynntu.

2.1601138 - Teymisfundir 3 og 4

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

123. úthlutunarfundur og greinargerð
Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1601671 - Félagsleg leiguíbúð. Endurupptaka

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1310526 - Einingaverð NPA samninga

Meirihluti félagsmálaráðs samþykkti fyrir sitt leyti að hækka einingarverð NPA og beingreiðslu samninga um 10% til samræmis við það sem kveðið er á um í kjarasamningum.

Arnþór Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu erindisins og bókuðu eftirfarandi: "Rétt er að benda á að ef félagsmálaráð tekur ákvörðun um hækkun á NPA og beingreiðslusamningum verða þeir fjármunir teknir af annarri þjónustu þar sem fjárhagsrammi ársins er þegar ákveðinn. Eðlilegt er að ákvörðun um hækkun á NPA og beingreiðslusamningum sé í höndum bæjarráðs en ekki félagsmálaráðs. Aukið fjármagn til málaflokksins þarf að fylgja slíkum ákvörðunum."

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir bókaði: "Ég legg áherslu á að þjónustustundum við notendur verði ekki fækkað við hækkunina".

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri og Atli Sturluson rekstrarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

6.1104299 - Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk

Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.